AGS handrukkari fyrir Icesave ! NEI VIÐ ICESAVE!
12.1.2011 | 00:46
Enn og aftur opinberast handrukkarahlutverk AGS í
Icesave fyrir nýlenduveldi ESB, Breta og Hollendinga.
Framkvæmdastjóri hjá AGS segir nýgert samningsupp-
kast í Icesave KÆRKOMIÐ! Já KÆRKOMIÐ. Fyrir hverja?
Alla vega ALLS EKKI fyrir íslenzku þjóðina, sem enn á
ný á að þröngva til að greiða Icesave, ÞÓTT HÚN BERI
ENGA SKYLDU TIL. ENGA! Algjöran óútfylltan vixil sem
gæti numið á annað hundrað milljarða. Ávísun á eymd
og fátækt langt út öldina. Vegna vítaverða þjóðarsvika
og aumingjaskapar íslenzkra stjórnvalda við að verja
ekki íslenzka þjóðarhagsmini og málstað Íslands í öllu
þessu Icesave-rugli.
Icesave-þjóðsvikastjórnin ætlar sem sagt enn og aftur
að reyna að hneppa þjóðina í skuldafjötra sem útrásar-
mafíuósar sköpuðu. Skuldadrápsklyfjar sem tvö nýlendu-
veldi ESB reyna að kúga íslenzku þjóðina til að bera, og
sem VEIKGEÐJA ESB-sinnaðir þjóðsvikarar í ríkisstjórn Ís-
lands og á Alþingi reyna að troða í gegn, til að fá
gott veður inn í hið fallandi Evrópusamband þeirra í upp-
lausn.
En hvernig ætlar stjórnarandstaðan að bregðast við?
Hvað segir stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn? Mun
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkja Icesave-þjóðsvikin?
Eða sitja hjá, sem yrði toppurinn af aulahætti þess
flokks frá hruni. Örlög Sjálfstæðisflokksins munu ráðast
í afstöðu hans til þess þjóðsvikasamnings í Icesave sem
nú liggur fyrir. Svo mikið er víst! Þögn hans nú lofar
hins vegar alls ekki góðu!
Þjóðin hefur HAFNAÐ Icesave! Ef sú höfnun á að
vanvirða af ríkisstjórn og Alþingi, mun þjóðin RÍSA
UPP ásamt forseta sínum! Svo einfalt er það!
ÞVERT NEI VIÐ ICESAVE! TIL FJANDANS MEÐ AGS!
ÁFRAM ÍSLAND!
Ísland hefur náð töluverðum árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur ég er ekki oft hér,en í raun erum við samherjar. Samherjar gegn Icesaveþjóðsvikastjórninni. Er ekki kominn timi til að sameina kraftana. Hvernig? Mæta á fundum,þar sem enginn metnaður er um hvor er betri eða meiri,eins og tíðkast hefur í íslenskri pólitík.Leggja línur í baráttunni. Það kemst ekki hnífurinn á milli skötuhjúanna sem vilja framselja fullveldi okkar. Takmark þeirra eru völdin,sama væri mér ef þau strýddu ekki svo voveiflega gegn íslensku þjóðinni. Okkar takmark er að bjarga íslensku þjóðinni frá þessum hryllingi. Getum við treyst á stjórnarandstöðuna? Ef nei, þá látum til skarar skríða. Baráttan hér er góð,en við sjáum að hún ein og sér dugar ekki,því óstjórnin ræður ríkjum í öllum fjölmiðlum. Gerðum við eitthvað afgerandi,fengjum við áheyrn í okkar fjölmiðli og kæmum réttum skilaboðum til þjóðarinnar,sem er að mestum hluta andvíg,Ivesave og Esb, líklega Ags-lánunum líka,ef gætum byrjað að greiða til baka. Með kveðju.
Helga Kristjánsdóttir, 12.1.2011 kl. 03:01
Takk Helga. Þurfum sem fyrst nýjar kosningar og uppstokkun í íslenzku
stjórnmálin. Hef valið mér vettvang hjá HÆGRI GRÆNUM er berjast af
hörku gegn Iscesave, ESB-umsókn og AGS. Þurfum nýtt sterkt þjóðlegt
hægriafl til að leiða þjóðina út úr ógöngunum á ÍSLENZKUM FORSENDUM!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.1.2011 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.