Kommúnistinn Ögmundur styður Icesave


  Kommúnístinn og ráðherra Vinstri grænna Ögmundur
Jónasson segist nú styðja Icesave. Ólögvarðakröfu
nýlenduvelda Breta og Hollendinga sem gæti numið
allt á þriðja hundrað milljarða, ef allt fer á versta veg.
En óvissuþættir í þessum nýju Icesave-þjóðsvikadrögum
eru litlu minni en í upphaflegu drögunum. Þannig liggur
fyrir að allir hinir andþjóðlegu kommar og sósíaldemókrat-
ar ætla að fara þvert gegn þjóðarhagsmunum, og lúffa
fyrir kúgunum nýlenduvelda ESB. Samþykkja ólögvarðar
drápsklyfjar þeirra á íslenzka þjóð, og ÞAR MEÐ LAGT
GRUNN AÐ STÓRKOSTLEGRI SKERÐINGU Á ÍSLENZKU
VELFERÐARKEFTI NÆSTU ÁRATUGI! Bara til að þóknast
valdhöfunum í Brussel til inngöngu í ,,sæluríki" þeirra.

   Já svona er VINSTRIMENNSKUNNI rétt lýst. Hikar ekki
við að ganga ÞVERT gegn íslenzkum þjóðarhagsmunum,
(ekki í fyrsta skipti) og stórskerða lífskjör almennings á
Íslandi til tuga ára, vegna undirgefni gagnvart erlendum
kúgunaröflum,  og þrælslundar fyrir erlend öfl. Enda van-
taði  BARA  HREINRÆKTAÐA  VINSTRISTJÓRN  komma og
krata til að reyna að troða þjónina inn í Evrópusambandið.
Þjóðarsvik og óþjóðhollusta þessara vinstriafla liggja nú
öllum ljós.

  En spurningin er nú þessi. Hvað gerir stjórnarandstaðan?
Mun hún lúffa og flatmaga líka í þessu máli? Styðja þjóðar-
svikin eða sitja hjá sem pólitískir aular eða hálfvitar?  Já
mun nú  Sjálfstæðisflokkurinn  endanlega  fremja pólitískt
harakírí? Með stuðningi eða hjásetu við  myrkraverk vinstri-
sinna gegn íslenzkri þjóð?

  Gott að vita af a.m.k einum þjóðhollum stjórnmálaflokki,
sem SEGIR ÞVERT NEI VIÐ ICESAVE!  HÆGRI GRÆNIR. 

  ÁFRAM ÍSLAND. E K K E R T  I C E S A V E!
  
mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !

Ég vísaði; til þinnar ágætu greinar, á síðu minni - fyrir stundu.

Ögmundi Jónassyni; á að eftir að iðrast;; vonandi, svik sín við íslenzka Alþýðu, þó síðar verði.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 16:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ein spurning er að velkjast í huga mér. Fari svo að Icesave verði sammþykkt á Alþingi,getur forsetinn þá neitað undirskrift eða gerir hann það,ef munurinn er meiri en seinast.  Ég er ansi tæp af reiði,gef sjálfri mér einskonar bessaleyfi,til að beita því ráðabruggi,sem hrærist í mér,vonandi ekki ein.

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2011 kl. 00:57

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Óskar.
Forsetinn getur ætíð Helga neitað að skrifa undir lög án tillits til afgreiðslu
Alþingis. Þótt Alþingi allt samþykkti þjóðarsvíkinn í Icesave gæti forsetinn
neitað undirskrift á þeirri forsendu að þjóðin hafi áður hafnað Icesave í
þjóðaratkvæðagreiðslunni 6 mars s.l og eigi því að hafa síðasta orðið
í því máli með annari þjóðaratkvæðagreiðslu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.1.2011 kl. 11:01

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðmundur hvert orð þitt er öðru réttara.

Stuðningur við Icesave-stjórnina er að trosna upp, því að stöðugt fleirrum verður ljós sviksemi hennar við hagsmuni Íslendinga. Ljóst er orðið að nýgjasti Icesave-klafinn mun verða stöðvaður í Alþingi, eða í þjóðaratkvæði. Líklega mun meirihluti þingmanna skilja að þeir eiga ekki annarra kosta völ en að fella Icesave-samninga-III, eða vísa málinu beint í þjóðaratkvæði.

Því hafa Vinstri-grænir ákveðið, að órólega deild VG verði leyst upp. Það er þess vegna sem Ögmundur tekur nú á honum stóra sínum við blekkingar-leikinn. Ekki er lengur það borð fyrir báru að Ögmundur geti þóttst vera að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Vinstri-grænir standa uppi kviknaktir í öllum sínum ömurleika.

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/24/leiksyning-i-bodi-vinstri-graenna/  

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.1.2011 kl. 15:43

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þetta Loftur. Hef þó líka miklar ágyggjur af Sjálfstæðisflokknum
í máli þesssu núna!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.1.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband