Hæstiréttur söðvar stjórnlagaþingsruglið. Gott mál!


   Þau stórtíðindi  hafa  gerst að Hæstiréttur hefur í fyrsta
skipti í sögu lýðveldisins, ógilt   almennar kosningar. Og
það til sérstaks stjórnlagaþings. Fyrir meiriháttar klúður
stjórnvalda, og þá sérstaklega forsætisráðherra. Skv.öllu
eðlilegu ætti því forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar að
hafa smá sómatilfinningu gagnvart þjóðinni, og axla ábyrgð
með afsögn. Þegar í stað! Það hefði gerst í hvaða lýðræðis-
ríki í heiminum í dag. En á Íslandi situr afdönguð valdaklíka
kommúnista og sósíaldemókrata sem svífist einskins í því
að sitja á svikráðum við þjóðina.

   Stjórnlagaþingshugmyndin var í skötulíki. Tímasetning og
aðstæður kolrangar. Enda stórhluti þjóðarinnar andvígur
ruglinu. Aðeins 36% þátttaka sannaði það.

   Samt situr þjóðin uppi með 600-700 milljóna skuld, í bullandi
niðurskurði til velferðarmála.

   Samt vill forsætisráðherra halda ruglinu, bullinu og sukkinu
áfram. Því megin tilgangur ruglsins var að breyta stjórnar-
skránni svo að Ísland gæti afsalað sér fullveldinu og gengið
í ESB.  Það mistókst! Og það hrapalega! 

   Fyrir það ber að fagna! 

   

  
mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur sannast að stjórnmálamenn okkar Íslendinga hafa eitt leiðarljós: FÚSK. Þætti vænt um að  þinn flokkur kæmi ekki bara með gagnríni á þessa vitleysinga heldur vitrænar lausnir á mannamáli ekki bara innihaldslausa stefnuyfirlýsingu.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 23:22

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Guðmundur, þetta var hluti af aðildarumsókninni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.1.2011 kl. 01:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Einmitt Guðrún,það var skroppið til Englands til að fá kosningskerfi,en ekkert hirt um að Íslendingar í útlöndum gætu kosið,eins t.d. á Spáni. Aðrir gengu síðan í það að afla gagna.  

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2011 kl. 12:19

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Stjórnlagaþing var krafa fólksins í búsáhaldabyltingunni og eitt aðal kosningaloforð Samfylkingarinnar í síðustu Alþingiskosningum. Fullyrðingin um að þetta sé gert til að geta breytt stjórnarskránni til að gega gengið í ESB er bæði hlægileg og barnaleg og fyrir því eru nokkrar ástæður.

1. Ákvörðunin um inngöngu í ESB eða ekki verður tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar aðildarsamningur liggur fyrir. Það er því sú þjóðaratkvæðagreiðsla en ekki Stjórnlagaþing, sem tekur ákvörðun um ESB aðild og nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar ef aðild verður samþykkt.

2. Stjórnlagaþingið er ráðgefandi en hefur engin völd. Það er Alþingi, sem tekur ákvörðun um allar breytingar á stjórnarskránni. Niðurstaða Stjórnlagaþings um ESB ef það verður yfir höfuð á dagskrá þess skiptir því engu máli.

3. Jafnvel þó Stjórnlagaþingið færi að sólunda tíma sínum í ESB, sem það hefur ekkert um að segja og samþykkt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu með mjög auknum meirihluta til að gera breytingu á fullveldiskafla stjórnarskrárinnar þá getur Alþingi einfaldlega hundsað þann hluta með þeim rökum að þetta sé ákvæði tengt ESB og að það sé ekki á könnu stjórnlagaþings.

Staðreyndin er sú að þetta stjórnlagaþing er sett upp til að freista þess að koma í gagn löngu tímabærri lagfæringu á stjórnarskránni, sem Alþingi hefur ekki reynst fært um að frakvæma. Þetta hefur nákvæmlega ekkert með ESB að gera. Vissulega má deila um aðferðina og að sjálfsögðu er það forkastanlegt að ekki var farið að lögum við framkvæmdina. Það breytir þó ekki því að það þarf að laga stjórnarskránna.

Það þarf að tryggja auðlyndir í þjóðareign.

Það þrf að jafna kosningrétt.

Það þarf að skilja að ríki og kirkju og tryggja að öllum trúfélögum sé gert jafn hátt undir höfði.

Það þarf að tryggja nútíma vestræn viðmið í mannréttindamálum.

Þetta er bara lítil upptalning af þeim mörgu þáttum, sem þarf að laga í stjórnarskránni.

Sigurður M Grétarsson, 27.1.2011 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband