Sjálfstæðisflokkurinn svikur hægrið. Hægri grænir svarið(?)!
20.2.2011 | 00:28
Með því að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur nú samþykkt
Icesave-þjóðsvikin ásamt meirihluta þingflokksins, má með
réttu segja að þar með hafi Sjálfstæðisflokkirinn yfirgefið hin
þjóðhollu borgaralegu gildi og viðhorf. Sem hann var í upp-
hafi stofnaður til að standa vörð um. Það að skuldsetja ríkis-
sjóð með óútfylltum ríkisábyrgðatékka, er gæti numið fleiri
hundruð milljörðum, vegna ólögvarinna krafna óvinveittra
nýlenduvelda, er svo vítavert ábyrgðarleysi gagnvart þjóðar-
hag, að engin orð fá lýst. Það alla vega gerir enginn þjóð-
hollur borgaraflokkur á byggðu bóli. - Það gera hins vegar
óábyrgir og óþjóðhollir vinstriflokkar, eins og á Íslandi í
dag.
Eftir hin stórkostlegu svik Sjálfstæðisflokksins í Icesave,
spyrja margir hvers konar fyrirbæri þessi Sjálfstæðisflokkur
sé? Því með svikum sínum hefur hann klárlega lengt líf
hinnar þjóðfjandsömu vinstristjórnar. Og ekki bara það.
Rutt úr vegi einni helstu hindrun um aðild Íslands að ESB,
Icesave. Þá muna allir eftir hlutdeild þessa flokks í hruninu
mikla, ásamt sósíaldemókrötunum í Samfylkingunni. Auk
þátttöku hans nú í skrípaleiknum í borgarstjórn, hafandi
þar sjálfan forseta borgarstjórnar í hásæti hjá Jóni Gnarr
í hans sirkus.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur því sjálfur endanlega afskrifað
sig af hinum þjóðholla borgaralega vettvangi íslenzkra
stjórnmála. Með Icesave-klafanum skipað sér í flokk vinstri-
aflanna um að leggja miklar skatttbyrðar á þjóðina og
óvissu um ókomna tíð. Auk þess að hafa algjörlega brugð-
ist sem þjóðhollt afl að standa vörð um íslenzka þjóðar-
hagsmuni, ekki síst gegn erlendri kúgun sbr. Icesave-málið.
Ljóst er að hinn sósíaldemókrataaski armur sem löngum
hefur fengið að grassera innan flokksins, hefur nú náð
yfirtökunum í flokknum. Icesave-kúvendingin sannar það.
Enda er fyrrverandi varaformaður flokksins afar ánægð
með framvindu mála í dag.
Uppstokkun á hægri kanti íslenzkra stjórnmála blasir því
við. Í því sambandi er vert enn og aftur að benda á flokk
HÆGRI GRÆNNA sem svarið, heilsteyptan hægrisinnaðan
flokk sem setur þjóðarhagsmuni og ekki síst hagsmuni
ALMENNINGS á Íslandi ofar öllu, auk frelsi og fullveldi
þjóðarinnar.
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:37 | Facebook
Athugasemdir
Sæll vertu ævinlega Guðmundur Jónas og væntanlega góður félagi hvernig sem fer með þinglið Sjálfstæðisflokksins. Það er sama hvað flokkur heitir, hann stendur og fellur með þeim sem styðja hann.
Við að minnsta kosti ég og mínir félagar teistum Bjarna Ben þó okkur þætti hann latur, og við treystum flestum innan þingflokksins en ekki Þorgerði Katrínu og hennar áhangendum, en svo fer með traust að ef það er um of þá halda oflátungar að allt sé leyfilegt og B. Ben var eins og stundum er með fólk sem eru rolur að hann þorði ekki að segja meiningu sína fyrr en honum var skipað að gera það.
Það er hinsvegar með hægri Græna að þar er allt jafn óljóst og með annað. Við vitum ekkert um Hægrigræna og þaðan af síður höfum við reynt þá. Hverjir eru Hægri Grænir?
Hrólfur Þ Hraundal, 20.2.2011 kl. 03:18
Sæll Gumundur.
Ég tek undir með Hrólfi um að lítið sé vitað um Hægri græna. Sjálfum finnst mér þetta spennandi kostur og hefði gjarnan viljað vita meira hvað þarna er í boði (hef áður bent á þetta í athugasemd hjá þér).
Ef Hægri grænir eru stjórnmálafl og ætla sér að láta til sín taka, verða þeir að fara að koma fram fyrir þjóðina og kynna sig og sína stefnu, þar dugir ekki facebook.
Það er ekki glæsilegt ástandið í þingliði Sjálfstæðisflokks og ekki annað að sjá en þar ráði öfl sem hafa það markmið að koma okkur undir ESB, síðasti afleikur þeirra bendir eindregið til þess. Þinglið Framsóknar er einnig eithvað óákveðið gagnvart ESB, þó formaðurinn sé nokkuð ákveðinn. Hann virðist einfaldlega ekki ráða við sína þingmenn.
Því ættu þeir sem standa að baki Hægri grænum ekki að þurfa að skammast sín fyrir að koma fram í dagsljósið.
Gunnar Heiðarsson, 20.2.2011 kl. 08:53
Hverjir erum við Hægri grænir?
Hægri Grænir er umbótasinnaður hægri flokkur sem leggur áherslu á náttúruvernd.
Ísland er fjársjóður framtíðarinnar.
Úrræða - hugmyndafræði Hægri Grænna tekur mið af flestum umhverfisstefnum sem fyrir finnast, svo framanlega að niðurstaðan sé jákvæð og hagnýt fyrir þjóðina og frjálst markaðshagkerfi.
Raunverulega geta bæði íhaldssamir náttúruverndarsinnar og frjálslyndir félagshyggjumenn, sem aðhyllast frjást markaðshagkerfi, aðhyllts stefnu Hægri Grænna um alhliða náttúruvernd.
Það má ekki rugla Hægri Grænum saman við svokallaða rauðgræna og vinstri græna hugmyndafræði, sem er talin öfgafull að mati flestra stjórnmálafræðinga.
Hægri Grænir stefna að því að stórhækka þjóðartekjur með því að útrýma atvinnuleysi og aflétta vaxta - og skatta okri sem þessa stundina sogar til sín 60 – 70% veltu allra fyrirtækja landsins.
Vaxta - og skatta okrið stelur líka óheyrilegum upphæðum úr vasa almennings og hefur rústað tugþúsundum heimila. Ef vaxta - og skatta okur og atvinnuleysi halda sínu striki eiga þúsundir – ef ekki tugþúsundir – Íslendinga eftir að yfirgefa landið og þá hrynur hagkerfið endanlega. Hægri Grænir er eini flokkurinn sem þorir að afstýra þessum sér íslenska harmleik.
Hægri Grænir eiga enga samleið með þeim eyðingaröflunum sem nú ráða ríkjum á Íslandi. Hægri Grænir ætla að beita sér sérstaklega í málefnum kvenna, fjölskyldunnar og heimilanna, sem eru hornsteinn samfélagsins. Námsmönnum, öryrkjum og eldri borgurum verður að sinna betur í íslensku þjóðfélagi.
Íslendingar þurfa að endurheimta hugrekki sitt til þess að takast á við þann fjölda vandamála sem steðja að þjóðinni.
Hægri Grænir eru landsmálaflokkur og ætla að bjóða fram til Alþingis í öllum 6 kjördæmum á landinu.
Ef Hægri Grænir veljast til forystu í ríkisstjórn skulu allir ráðherrar flokksins vera utanþingsráðherrar, bestu fáanlegu fagmenn þjóðarinnar.
Hægri Grænir vilja AGS úr landi.
Við viljum hækka skattleysismörk í 250.000 kr.
Við viljum hækka lágmarkslaun í 200.000 kr.
Við verðum að styðja vel við öll lítil og meðalstór fyrirtæki. Þar verður mesta gróskan!
Hægri Grænir vilja flatan 19% skatt. 19% virðisaukaskatt, 19% tekjuskatt og 19% fjármagnstekjuskatt -“19.19.19”
Virðisaukaskatt á mat 7% eins og nú. Engar hækkanir.
Lækka tryggingargjöld fyrirtækja strax í 3%.
Taka upp „fjármagnsfærsluskatt“ eða svokallaðan TobinTax, sem er lítill prósentu skattur á allar fjármagnshreyfingar bankanna.
Taka af verðtryggingu í skrefum, svo hún verði horfin á 4 árum.
Afnema öll gjaldeyrishöft en ekki fyrir jöklabréfaeigendur og lífeyrissjóði, þeir geta notið ávaxtanna hér heima.
Festa gengi krónunnar við körfu mikilvægustu viðskipta gjaldmiðla landsins í utanríkisverslun.
Lækka stýrivexti niður í 1%.
Hægri Grænir vilja sameina ríkisstofnanir. Leggja niður nefndir sem eru óþarfar. (1500) Samkvæmt opinberum tölum má spara um 40% útgjalda á þessu.
Afhverju birtum við ekki og eyrnamerkjum allar upphæðir, hafa handhægar upplýsingar um greidda reikninga - hversu mikið, hvers vegna, hverjum greitt, fyrir hvað og hvenær. Á hvernum degi yrði ríkið, ríkisstofnanir eða fyrirtæki í ríkiseigu að öllu eða hluta til, auk sjálfstæðra stofnanna sem þiggja ríkisstyrki, að birta útgjaldaliði sína á vefsíðu fjármálaráðuneytisins.– „Birtum Báknið“
Hægri Grænir vilja að fyrirtæki sem eru tæknilega gjaldþrota og eru í eigu bankanna fari í venjulega gjaldþrotameðferð. Það er ekki í anda eðlilegra viðskiptahátta að þau komist upp með óréttlát undirboð á markaði sem á að vera frjáls en er nú í ríkisfjötrum.
Þetta á einnig við um þau sjávarútvegsfyrirtæki sem eru hvað verst stödd. Ríkinu ber að innleysa þær veiðiheimildir sem það á hjá gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtækjum og úthluta aftur á sanngjarnan hátt.
Hægri Grænir ætla að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og berjast fyrir kjaraleiðréttingu og öðrum sjálfsögðum mannréttindum öryrkja og eldri borgara.
Hægri Grænir ætla að beita sér fyrir því að fella úr gildi skerðingu elli og örorkulífeyrisbóta, þegar viðkomandi styrkþegi starfar á vinnumarkaði. Elli og örorkulífeyrisþegar verða að njóta lífvænlegra kjara af sanngirnis- og mannúðarástæðum.
Hægri Grænir vilja setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur í Stjórnarskrána.
Við viljum þjóðaratkvæðagreiðslu strax um helstu óútkljáðu mál í þjóðfélaginu.
T.d.
Vilt þú draga umsókn Ísland í Evrópusambandið til baka? Já eða Nei
Vilt þú afnema verðtryggingu? Já eða Nei
Vilt þú hafa íslendinga í Schengen? Já eða Nei
Vilt þú eignarétt þjóðarinnar á auðlindum Íslands stjórnarskrárbundinn? Já eða Nei o.s.fr.
Hægri Grænir alfarið á móti ESB aðildarumsókn Íslendinga og vilja draga hana til baka strax. Innganga í ESB hefur í för með sér afsal fullveldis sem enginn sér fyrir endann á. Í tímans rás yrðum við tvímælalaust að gefa frá okkur auðlindirnar, eina í einu, þegar ESB yfirvöldum í Brussel hentaði.
Hvað sagði Snorri Sturluson fyrir um 800 árum um afskipti erlendra ríkisstjórna. Ég fékk skáldaleyfi hjá Snorra og breytti texta ræðu hans, tók út Noreg og Noregskonungur og lét inn í staðinn Brussel og ESB.
„Því er ég fáræðinn um þetta mál, að engi hefir mig að kvatt. En ef ég skal segja mína ætlan, þá hygg ég að sá muni til vera hérlandsmönnum, að ganga eigi undir skattgjafir við Brussel og allar álögur hér, þvílíkar sem Brussel hefir við. Og munum vér eigi, það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri þeirri er þetta land byggir og mun ánauð sú aldregi ganga eða hverfa af þessu landi. En þótt Evrópusambandið kunni að stjórna, sem ég trúi vel að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til, þá er stjórnarskipti verða, að þeir eru ójafnir, sumir góðir en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu því er þeir hafa haft síðan er land þetta byggðist, þá mun sá til vera, að ljá Brussel einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér, né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir þær er til lýðskyldu megi metast. En hitt kalla ég vel fallið, að menn sendi til Brussel vingjafir, þeir er það vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl eða aðra þá hluti er sendilegir eru. Er því þá vel varið, ef vinátta kemur í mót. En um náttúruauðlindir okkar og fiskimið er það að ræða, þá má þar fæða hér her manns. Og ef hér er útlendur her og fari þeir með langskipum þá ætla ég mörgum kotbóndunum muni þykja verða þröngt fyrir durum.“
Hægri Grænir segja: „NEI við ESB“ og tryggja þarf sjálfstæði þjóðarinnar fyrir afætunum sem hafa hreiðrað um sig í íslenskri stjórnsýslu.
Hægri Grænir álíta að það séu augljós sannindi – eins og segir í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, sem er yfir 200 ára gömul – að allir einstaklingar séu skapaðir jafnir, að þeim sé úthlutað af skapara sínum ákveðnum, óafmáanlegum réttindum, þar á meðal réttinum til lífs, frelsis og hamingju. Til þess að tryggja þennan rétt eru ríkisstjórnir settar á stofn meðal manna og þær þiggja völd sín fyrir samþykki þeirra sem stjórnað er. Ef ríkisstjórn vinnur gegn þessum sönnu markmiðum er það skýlaus réttur fólksins að taka í taumana, uppræta stjórnina og setja á stofn nýja, sem hefur fyrrnefnd markmið að leiðarljósi og beitir kröftum sínum á þann veg sem fólkið telur farsælast að tryggja öryggi þess og hamingju.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir segir í MBL:
“Þegar öllu er á botninn hvolft verður æ ljósara að þaðsem dundi yfir okkur haustið 2008 átti ekkert skylt við náttúruhamfarir. Það voru glæpsamlegar athafnir einstaklinga,
hvort sem þeir störfuðu í krafti eigin fyrirtækja eða hins opinbera, sem leiddu okkur í þessar ógöngur.
Ákall um æðruleysi og samstöðu mun ekki leiða íslenskt samfélag út úr þeim ógöngum, heldur að fólk fari að finna fyrir einhvers konar réttlæti. Ekki aðeins réttlæti sem snýr að því að leiða þá sem brutu gegn þjóðinni fyrir dóm, heldur líka réttlæti í því hvernig byrðunum sem hlutust af glæpum þeirra verður deilt á þá sem sitja eftir í öskunni af hagkerfi, sem fuðraði upp fyrir augunum á okkur. “
ÍSLAND Á AÐ VERA PARADÍS, EKKI ÞRÆLAEYJA ESB OG AGS!
Við þurfum að leysa úr læðingi hafsjó hugmynda til nýsköpunar og magna upp þann kynngikraft sem blundar í þjóðarsálinni.
Ísland er fjársjóður framtíðarinnar.
Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 10:57
Takk fyrir þetta Guðm.F Jónsson formaður Hægri grænna.
Vonandi að margt hafi skýrst fyrir ykkur Hrólfur og Gunnar fyrir hverju
Hægri grænir standa sem voru stofnaðir 17 júní s.l með á annað þúsund
félagsmenn. Veit að fyrirhuguð almenn kynning er í undirbúningi sem
verður skýrt frá á næstunni. Bendi ykkur á að senda formanni flokksins
fyrirspurnir ef þið viljið fræðast frekar um flokkinn. Formaðurinn er bæði á
blogginu, facebook og símaskrá, og veitir allar upplýsingar með ánægju.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.2.2011 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.