Trúi enn á þjóð mína í Icesave


   Þrátt fyrir gegndarlausan hræðsluáróður ríkisfjölmiðla
og fjölmiðla í eigu útrásarmafíuósanna fyrir því að þjóðin
kokgleypi Icesave-svikin í þriðja sinn, trúir maður enn á
þjóð sína, að hún standi enn í lappirnar, og  segi ÞVERT
NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9 apríl nk. Því málið allt
er svo absúrd frá upphafi til enda að ekki fá orð lýst.

   Engin frjáls þjóð samþykkir að undirgangast skulda-
klafa stórglæpamanna í einkarekstri. Og  ALLRA SÍST
þegar um ólögvarða kröfu erlendra nýlenduvelda er
að ræða, sem leyfðu glæpamönnunum að athafna sig á
eigin grund. Og bera enn skjólhúsi yfir þá, sbr. bresk
stjórnvöld, með velþóknun íslenzkra stjórnvalda. Því
enn ganga þessir STÓRGLÆPAMENN lausir, eins og
ekkert sé, en þjóðina á svo að neyða til að  greiða
fyrir skandalinn. Absúrd leikhús fáránleikans!

  Þá er KÆRKOMIÐ TÆKIFÆRI fyrir ALLA SANNA ÞJÓÐ-
FRELSISSINNA og ESB-andstæðinga að segja ÞVERT
NEI VIÐ ICESAVE. Því þá um leið færi ESB-hraðlestin
út af sporinu endanlega, og aðildarviðræður um ESB
rynnu út í sandinn.  Mjög mikilvægt að blanda þessum
tveim málum saman í kosningabarátunni, því þau eru
svo sannarlega samofin hvort öðru. NEI VIÐ ICESAVE
ER NEI VIÐ ESB-AÐILD!  Svo einfalt er það!

   ENGIN FRJÁLS ÞJÓÐ lætur leiða sig SJÁLFVILJUG til
slátrunar. ENGIN! Íslenzk þjóð verður ekki sú fyrsta
sem það gerir, og það í frjálsum kosningum. ALLRA
SÍST HÚN!

   Já, trúi enn á þjóð mína í Icesave!

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband