9 apríl tækifæri uppgjörs og mótmæla !


   Það er alveg ljóst að í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9 apríl
n.k gefst þjóðinni einstakt tækifæri til allsherjar uppgjörs.
Uppgjörs gagnvart þeim sem ollu mesta efnahagshruni
Íslandssögunar, og  sem  nær  alfarið lenti á almenningi,
sem kom  þar  hvergi  nærri. Bankamönnum,  stjórnmála-
mönnum, embættismönnum, að ógleymdum öllum útrásar-
mafíuósunum, er enn ganga lausir, gefst þjóðinni nú loks
kærkomið tækifæri til að ganga til uppgjörs við. Og ekki síst
þeirra sem eftir hrun brugðust svo þjóðinni algjörlega, að
ástand mála er enn eins skelfilegt eins og raun ber vitni.

     Öllu þessu liði þarf og VERÐUR þjóðin nú að  refsa  með
AFGERANDI  HÆTTI  með  því  að  segja STÓRT  N E I  við
Icesave-svikunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 9 apríl
n.k.  Með því EINA MÓTI ver hún þjóðarheiður sinn og sjálfs-
virðingu, ekki síst gagnvart umheiminum, og sendir þangað
skýr skilaboð og verðugt fordæmi, sem eftir verður tekið.

    JÁ!  VIÐ ERU ÞJÓÐ, SEM LÁTUM ENGAN KÚGA OKKUR!

    ÁFRAM ÍSLAND!   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Vil taka undir; með þér.

Afleiðingar samþykkis; við óbilgirni og frekju Breta og Hollendinga, á hendur Íslendingum, hljóta að verða mjög afdrifaríkar - til; mjög langs tíma litið, ef farið yrði eftir þeim.

Vil ekki; hugsa þá hugsun, til enda, færi svo, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband