Eru Icesave-sinnar þjóðfjandsamlegt fólk?
15.3.2011 | 00:12
Ekki skrítið þótt spurt sé. Að vilja að þjóðin greiði
himinháar skuldir glæpamanna, án þess að glæpurinn
sé rannsakaður, og því síður að glæpamennirnir sjálfir
hafi þurft að svara til saka, er svo absúrd leikhús fár-
ánleikans, að ekki fá orð lýst!!!!
Vitandi auk þess það, að fjárhæðirnar gætu reynst
svo stjarnfræðilegar, að ekki einasti möguleiki væri
fyrir hina fámennu íslenzku þjóð að rísa undir þeim.
Nema þá með meiriháttar lífskjaraskerðingu langt
umfram það sem orðið er, langt fram eftir öldinni.
Hafandi einnig þá staðreynd frammi fyrir sér, að
krafa hinna óvinveittu nýlenduvelda er án neinna
lagastoða, er myndi auðveldlega vinnast fyrir ís-
lenzkum dómstólum. Kæmi til þess.
Já. Því á sú spurning fyllilega rétt á sér hvort þeir
sem vilja að þjóðin greiði skuldir stórglæpamanna,
er þýddi stórskerðingu á lífskjörum almennings á Ís-
landi næstu áratugi, séu ekki þjóðfjandsamlegt fólk?
Því ENGIN KVÖÐ, og því síður lagaleg og ALLRA SÍST
siðferðisleg rök mælir svo um að slíkt verði gert.
Á Íslandi býr langflest þjóðhollt þjóðhyggjufólk.
Þess vegna mun þjóðin kolfella Icesave 9 apríl n.k.
Upphaf uppgjörsins mikla gegn hrunglæpalýðnum!
Kominn tími til!!!!!!!!!!!!
Hlutlaust kynningarefni verði útbúið um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:13 | Facebook
Athugasemdir
Stórhluti eru nytsamir sakleysingar, sem vita ekki betur. Halda að bókhald byggist á trú.
Júlíus Björnsson, 15.3.2011 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.