Fyrsta Icesave-vaxtagreiðsla ígildi 5 björgunarþyrlna. HNEYKSLI!


   HNEYKSLI, AULAHÁTTUR og ÞJÓÐARSVIK!  Á sama tíma og hin
þjóðfjandsama Icesave-stjórn setur kaup á lífsnauðsynlegum
nýjum björgunarþyrlum í frost, ætlar þessi sama þjóðfjandsama
ríkisstjórn að greiða óvinveittum nýlenduveldum  andvirði  fimm
björgunarþyrlna í vexti nú eftir helgi. Vegna ólögvarinna krafna
sem þar að auki eru skuldir stórglæpamanna sem þjóðinni er
algjörlega óviðkomandi.

  NEI!  Við búum ekki í AULALANDI ÞJÓÐSVIKA LENGUR!

 SEGJUM NEI VIÐ ICESAVE  þann 9 apríl n.k
mbl.is Ný þyrla kostar 6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Mjög sammála!

Sumarliði Einar Daðason, 8.4.2011 kl. 15:20

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir góð viðmið Guðmundur. Nei við Icesave og ESB, en já við frjálsri sjálfstæðri þjóð sem þorir að segja meiningu sína. 

Hrólfur Þ Hraundal, 8.4.2011 kl. 17:05

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Að mínu mati, - og miðað við ástandið í þjóðfélaginu, - þá á að hætta við öll áform um að kaupa þyrlur, eina eða fleiri. Tryggvi Helgason.

Tryggvi Helgason, 8.4.2011 kl. 17:47

4 identicon

Tryggvi

Takk fyrir viðmót þitt, við sjómenn fögnum einmitt svona viðhorfum í garð Gæslunnar (skrifað í kaldhæðnistón)

Ég skil vel hvað þú meinar en það er alveg út í hött að bjóða sjófarendum upp á þetta öryggisleysi. Svo þurfa Íslendingar að uppfylla ákveðin skilyrði um björgunarþjónustu vegna flugstjórnarsvæðisins.

Svo má velta fyrir sér hvort Gæslan sé nauðbeygð til þess að brjóta lögin um hana þar sem hún getur ekki sinnt lögboðnu hlutverki sínu vegna fjárskorts?

Það eru til peningar í landinu, þeir eru bara ekki að fara í rétt verkefni.

Jóhann (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband