Yfirmáta ósvifni Jóhönnu í kvótamálum


   Afstaða Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra í kvóta-
og sjávarútvegsmálum, er yfirgengileg ósvifni, blekking og
hræsni.  Því þetta er sá stjórnmálamaður sem fremstur fer
fyrir því að  Íslendingar  afsali  sér stjórnun  fiskveiða  og
yfirráða auðlindarinnar í hendur hinu YFIRÞJÓÐLEGA VALDI
í Brussel. En sem kunnugt er leggur þessi stjórnmálamaður
OFURKAPP á að troða Íslandi inni í ESB, með tilheyrandi
fullveldisafsali og upptöku SAMEIGINLEGRAR sjárvarútvegs-
stefnu ESB!

   Allt tal Jóhönnu um þjóðaratkvæði um kvótann er því einnig
meiriháttar brandari.  Því kvótinn mun ganga   kaupum og
sölum innan ALLS ESB gangi Ísland í sambandsríkið. Þá mun
allt togaraauðvaldið innan ESB fá SAMA rétt til að fjárfesta í
íslenzkum útgerðum og Íslendingar, og þannig komist yfir
kvóta þeirra og bakdýramegin inn í íslenzka fiskveiðilögsögu.

   Allt tal Jóhönnu um auðlindir skulu í þjóðareign bundið  í
stjórnarskrá er sömuleiðis helber blekking og yfirmáta hræsni.
Því strax við inngöngu Íslands í ESB vikur íslenzk stjórnarskrá
fyrir þeirri í Brussel. Það er eins og Jóhanna viti ekki enn út á
hvað ESB-aðildin gengur!

   Ósvifni Jóhönnu er því yfirgengileg, og hræsnin og blekkingin
eftir því. Úthýsun hennar úr valdastöðu á Íslandi er því orðin
hrópandi!


mbl.is Kvótamálin í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi færsla er brandari!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2011 kl. 14:11

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enda um brandarakonu Axel!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.5.2011 kl. 15:34

3 Smámynd: Elle_

Og hlustaðirðu á platumhyggju Jóhönnu fyrir lífeyrisþegum og öryrkjum í fréttum af fundi hrollvekjuflokksins?  Sama Jóhanna og ætlar að hafa af okkur fullveldið gegn okkar vilja þó það muni aldrei takast.  Og sama Jóhanna og ætlaði að kúga okkur með ICESAVE. 

Fyrsta commentið er glópslegt, skilningslaust.  Færslan þín er sönn, Guðmundur, við erum neydd til að skrifa um ljóta hluti af völdum blekkingarstjórnar, lygastjórnar, ofbeldisstjórnar.  Haltu þínu striki hvað sem Jóhönnuliðar segja.

Elle_, 29.5.2011 kl. 22:29

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Danke Elle. Og haltu líka þínu stríki áfram!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.5.2011 kl. 01:09

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kvótasetningin sem í upphafi átti að verða tilraun varð að einu mesta efnahagsklúðri Íslandssögunnar og er þá mikið sagt. Afar margir hagspekingar og siðaspámenn hafa fullyrt að útrásarglæpirnir hafi átt upphaf sitt í kvótabraski og fátt er líklegra.

Kvótakerfið- eins og venja er að kalla þennan óburð- er eitt og sér kerfi sem mjög oft þyrfti að endurskoða með breytingar í huga.

Til hliðar við kvótakerfið er síðan sú mikilvæga stjórnsýslustofnun sem nefnist  í skammstöfun: Hafró. Það er vonlaust að tala um breytingar á kvótakerfinu af nokkru viti án þess að ræða þátt Hafró í tengslum við að jafnframt.

Framsal aflaheimilda er bannað í Færeyjum en þeir eru víst í basli með að framfylgja því banni. Aflamarkskerfið okkar var prófað í Færeyjum og gekk að sjálfsögðu ekki upp því þeir vilja ekki henda aflanum í sjóinn.

Íslendingar vita/vissu mikið um fiskveiðar en hafa þó ekki lifað á þeim einvörðungu hina síðustu áratugi. Færeyingar hafa ekki aðrar auðlindir til að lifa á og vita miklu meira um fiskveiðar en við.

Samkvæmt líuriti frá aldamótum 18oo-1900 hafa orðið tvær skelfilegar dýfur í aflabrögðum Færeyinga.

Sú fyrri á seinna- stríðsárunu, sú seinni árin tvö sem þeir notuðu okkar kerfi, aflamarkskerfið.

LÍÚ er nokkurs koar krabbamein í íslensku samfélagi og við skulum sleppa allri þakkaslepju í garð þeirra. Sumir hafa rekið sín fyrirtæki vel og heiðarlega og fjandin þakki þeim.

Alltof margir hafa nýtt sér aðganginn að þessari auðlind sem þeir fengu í upphafi ókeypis- og vel að' merkja var tekinn af öðrum - og klórað út úr útgerðinni ofurfjármuni og síðan útgerðina ofurskuldsetta.

Þetta frumvarp er bastarður og hinn mesti óburður. Þar er fyrst og fremst um að kenna kjarkleysi ríkisstjórnarinnar og þrjósku LÍÚ sem kærði sig ekki um að ganga til samninga. 

Ef þjóðin fær að kjósa um málið verður það um ófyrirséðan tíma í enn verri farvegi en í dag.

En gleymum ekki þætti Hafró. Ef þar væri normal starfsemi í gangi værum við komin með sóknarmark á öllum grunnmiðum og frjálsar handfæraveiðar sem yrði strandbyggðunum mikil lyftistöng.

Þeim fækkar sem trúa því að fiskistofnum stafi ógn af handfærum. Það eru líka örfáir í dag sem hafa séð Þorgeirsbola.

Að lokum: Ég óttast að þú sért sannspár hvað varðar yfirráð okkar á fiskistofnum ef við göngum inn í gildru Samf/VG og göngum í ESB.

Árni Gunnarsson, 30.5.2011 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband