Framsókn enn ótrúverðug í Evrópumálum
2.6.2011 | 21:19
Það er mikill misskilningur að Framsókn hafi öðlast meiri
trúverðugleika í Evrópumálum eftir að vinstrisinninn og
fyrrverandi stuðningsmaðu ESB-sinnaðar ríkisstjórnar og
flokks Ásmundur Einar gekk til liðs við Framsókn. Fyrir það
fyrsta hafnaði nýafstaðið flokksþing Framsóknar að aðildar-
umsókn Íslands yrði dregin til baka. Þá leika ESB-sinnaðir
sósíaldemókratar enn lausum hala innan Framsóknar, sbr.
Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir. Og þar að
auki hefur formaður flokksins blessað skoðunarágreining
innan flokksins í Evrópumálum, og telur hann eðlilegan og
gott að skoðanir séu skiptar.
Þannig að Framsókn er opin í báða enda í Evrópumálum,
hér eftir sem hingað til. Og því ekki treystandi þar, ekki
fremur en Sjálfstæðisflokki. En hér er litið á Vinstri græna
sem hreinræktaðan ESB-flokk eins og Samfylkinguna.
Fyrir þjóðlega íhaldsmenn og fullveldissinnað þjóðhyggju-
fólk bíður nú þess að taka til hendinni og byggja upp og
bjóða fram TRÚVERÐUGT borgaralegt framboð, til varnar
íslenzku sjálfstæði og þjóðfrelsi. Fjórflokknum er þar ekki
treystandi, eins og í svo mörgum öðrum mikilvægum málum.
![]() |
Framsóknaráhugi í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.