Ísland segi upp EES-samningnum !


    Það eru nánast orðnar daglegar fréttir um að Ísland sé
að brjóta hinar og þessar reglugerðir og lög ESB gegnum
EES-samninginn. Nú síðast í dag varðandi erlenda farand-
verkamenn.

   Það er alltaf að koma í ljós hversu mikil mistök það voru
að gera EES-samninginn. En bankahrunið mikla árið 2008
má að verulegu leyti skrifast á þann samning. Jafn fámenn
þjóð með jafn lítið og einhæft hagkerfi höndlaði ekki svo-
kallað fjórfrelsi Rómarsáttmálans, sem sniðið er fyrir mun
fjölmennari þjóðir og stórbrotnari hagkerfi en okkar. Enda
sífellt verið að ásaka Ísland um allskyns  lögbrot á EES-
regluverkinu, og það byggt á rangfærslum sbr. icesave

   Umsóknin að ESB eru því eitt allsherjar glapræði  og meiri-
háttar tímaskekkja.  Frekar á að segja þessum stórgallaða
EES-samningi upp, og  gera  tvíhliða  viðskiptasamning við
ESB á OKKAR EIGIN FORSENDUM eins og við gerum við allar
aðrar þjóðir sem frjáls og fullvalda þjóð. Það hafa t.d Sviss-
lendingar gert með góðum árangri.

   Geta má þess að HÆGRI GRÆNIR hafna ESB-aðild og vilja
Schengen burt, og að EES-samningurinn verði endurskoðaður
með það í huga að gerður verði tvíhliða  viðskiptasamningur 
við ESB. -   Frábæri hugmynd!  
mbl.is Brotið á farandverkamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála!

Kolbrún Hilmars, 30.6.2011 kl. 14:18

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ert þú virkilega enn að halda þeim þvættingi á lofti að hrunið sé aðild okkar að EES samningum að kenna? Gert real! Hrunið er algerlega heimatilbúinn vandi sem orsakaðist af frjáhslyggutilburðum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samhliða mjög slöku eftirlitskerfi. Þetta hafð ekkert með EES samningin að gera.

Það eru fyrst og fremst smáar þjóðir sem hagnast á samstarfi við stærri þjóðir eins og EES samningurinn er svo ekki sé talað um ESB aðild. EES samningurinn hefur þvingarð stjórnvöld til að fara að eðlilegum leikreglum í viðskiptalífinu þar  með talið að þvinga upp á okkur eðlileg samkeppnislög nema illu heilli ekki í landbúnaði enda hann illu heilli utan við þetta samkomulag.

Íslenska þjóðin hefur haft mikin lífskjarabata af EES samningum og leiddi það því til mikillar afturfarar í lífskjörum að segja honum upp enda myndi það leiða til mun lakari samkeppnisstöðu íslenskra útflutningsfyrirtækja á EES markaði þangað sen 70% útflutningsafurða okkar fer. Við vitum ekkert hversu góðum tvíhliða samningum við næðum við EES ríki en eitt er þó víst að þeir yrðu aldre nálægt því jafn góðir og þeir samningar sem við höfum með EES samningum.

Það er því vonandi lífskjara þjóðarinnar vegna að aldrei komist til valda jafn öfgafullir þjóðernissinnar og Hægri Grænir hér á landi. Verði þeirra stefna ofan á þá mun það leiða til margra áratuga afturfarar í lífskjörum hér á landi

Sigurður M Grétarsson, 30.6.2011 kl. 20:17

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður. Tæknilega hefði bankahrunið aldrei geta gerst hefði við ALDREI
gerst aðilar að þessum stórgallaða EES-samningi. Ekkert EES ekkert bankahrun! Hversu miklir aulastjórnmálamenn við hefðum við völd. Þannig
að þjóðin hefur STÓRTAPAÐ á þessu EES-rugli og mun endanlega gefa upp
andann sem íslenzk þjóð göngum við í hið DEYJANDI og GJÖRSPILLTA
Sovét-ESB. Það yrði því mikil kjarabót fyrir almenning á Íslandi að losa
sig við EES. Og ef að þið sósóaldemókrataisku þjóðsvikarar hefðu getað
kúgað Icesave-þjóðsvikunum (þ.á.m Svavarssamningunum)  upp á þjóðina til að þóknast þessu andskotans ESB hefðu þið hneppt þjóðina í margra áratuga eymd og fátækt. Einmitt það sem HÆGRI GRÆNIR börðust gegn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.6.2011 kl. 20:56

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Þú þarft að rökstyðja lífskjarabótina á Íslandi við að ganga í EES, í víðu samhengi, til að orð þín virki trúverðug.

Það er alveg sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn á Íslandi, því það er fólkið í flokkunum sem getur gert eitthvað til hagsbóta fyrir almenning og þjóðina.

Flokkar eru keyptir af óvönduðum heims-pólitíkusum, sem einungis vilja nota blekkt fólk innan flokkanna, til að vinna fyrir mafíu-öfl. Þetta gildir um alla flokka sem komast til valda, en ekki bara suma (fyrir utan Hreyfinguna kannski), og það hafa nú dæmin sannað, svo ekki verður um villst, fyrst Jóhanna Sigurðardóttir var líka blekkt af svikulum öflum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.6.2011 kl. 21:47

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

@ Sigurður M

"...lakari samkeppnisstöðu íslenskra útflutningsfyrirtækja á EES markaði þangað sen 70% útflutningsafurða okkar fer."

Þegar útflutningur Ísland er skoðaður kemur í ljós að um 52% af útflutningi á EES svæðið er í dollurum enda er álið langstærsti liðurinn en þau viðskipti fara alfarið fram í dollurum og á heimsmarkaði að mestu í gegnum Rotterdam(Holland).

Einungis 18% af viðskiptum á EES svæðinu eru í Evrum og 11% í pundum, 52% í dollurum og 19% í öðrum gjaldmiðlum þegar skoðaðar eru tölur yfir útflutning á sjávarvörum, áli og landbúnaðarvörum. Sem dæmi þá er 81% af útflutningi til Þýskalands í dollurum(Ál)

Staða dollars hefur gríðarleg áhrif á afkomu Landsvirkjunar en gera má ráð fyrir að það fyrirtæki verði hornsteinn velferðarsamfélagsins með um 100miljarða arð til fólksins í landinu um langa framtíð þ.e ef ESB fyrirskipar ekki að það verði að einkavæða gróðan af því fyrirtæki.

Það besta sem gæti gerst er að við yrðum ein eftir á EFTA svæðinu en þá gætum við alfarið samið við ESB á okkar forsendum eins og alvöru ríki.

Eggert Sigurbergsson, 30.6.2011 kl. 21:51

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vegna legu landsins og atvinnuvega er fullkomlega eðlilgt að segja upp EES! Rök EU fyrir fjölmörgum úthafseyjum sem fylgja með Meðlimaríkjum, gilda líka um Ísland. Þær eru allar með sérstaka samninga við Brussell. Fjarlægð frá fullvinnslu, mikið atvinnuleysi, allt er þetta metið. Brussell losar þessar eyjur við öll hráefni,  til að þau fái evrur til að það nauðsymlegasta fullvinnslu og tækni kaup plástur, og farsíma. Nýtir líka mengunarkvóta þeirra.  

Júlíus Björnsson, 30.6.2011 kl. 22:20

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.7.2011 kl. 00:33

8 Smámynd: GunniS

ég hef ekki kynnt mér rök fyrir því að ganga úr EES , en mér finnst margt undarlegt í breytingum á rétti til atvinnuleysisbóta. þessi réttur kemur fram í stjórnarskrá íslands, og er líka þar talað um rétt fólks til mannsæmandi kjara og eiga í sig og á. 

en þessar breytingar á atvinnuleysisbótum er að það er búið að herða og lengja tímabil sem þú þarft að vera í vinnu til að eiga rétt á bótum, og þetta er gert á sama tíma og verkalýðsfélög eru að gera atvinnurekendum auðveldara með að losa sig við fólk. lengja tímann sem það má hafa fólk í vinnu án þess að fastráða það.

maður veltir fyrir sér hvort það að ganga úr EES muni auðvelda okkur en frekar að fara illa með náungann, en kannski einn daginn kemur röðin að okkur.  t.d er það eina sem bíður fólks í dag eftir að hafa dottið út af rétti til atvinnuleysisbóta, að þurfa að skrá sig á bæinn og sækja um framfærslu þar, því hvað á fólk að gera eins og atvinnuástandið er ?  500 manns hef ég heyrt, hafa þurft að gera þetta síðan um áramót. og mun fara fjölgandi á meðan stjórnvöld beita sér ekki fyrir framkvæmdum.  

GunniS, 1.7.2011 kl. 10:15

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Þitt svar við mínu innleggi var nú lítið annað en ljót orð sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Það sakar ekki að vera málefnanlegur.

Þú ferð svo sannarlega með rangat mál þegar þú heldur því fram að ekkert hrun hefðif gatað orðið ef við hefðum ekki verið aðilar að EES. Þetta er algerlega heimatilbúinn vandi sem tengdist því að selja bankanna til glæpamanna og hafa meðvitað nánast ekkert eftirlit með þeim. Vissulega er líklegt að við hefðum sloppið við Icesave ef við hefðum ekki verið aðilar að EES vegna þess að þá hefðu Bretar og Hollendingar getað stöðvað þau viðskipti þegar þeim fannst þau vera orðin frekar vafasöm. Icesave er hins vegar aðeins lítill hluti að okkar vanda tengdum bankahruninu. Bankarnir hefðu getað opnað dótturfélög í ESB ríkjum þó við hefðum ekki verið aðilar að EES eins og Glitnir og Kaupþing banki gerðu.

Orð þín um deyjandi gjörspilt Sovét-ESB eru þvílíkt bull að það hálfa væri nóg. Svona kjaftæðí gerir bara lítið úr þeim sem lætur það út úr sér. ESB er þvert á móti vaxandi samráðsvettvangur lýðræðisþjóða Evrópu er og hefur verið ein af aðal stoðum þess lífskjarabata sem orðið hefur í Evrópu síðustu hálfa öldina auk þess að vera einn aðal drifkrafturinn í bættum mannréttindum og bættri stöðu neytenda í Evrópu. ESB er eitt það besta sem gerst hefur í Evrópu og verður það áfram löngu eftir að við verðum báðir komnri undir græna torfu.

Eggert Sigurbergsson. Það skiptir ekki máli hvaða gjaldmiðill er notaður sem mynt þess útflutnings sem við notum. 70% vöruútflutnings okkar er til EES ríkja og án aðildar að EES samningum þarf að greiða mun hærri tolla af þeim útflutningi. Það er þessi tengin okkar inn á stærra markaðssvæði sem hefur skapað hér umtalsverðan lífskjarabata síðustu 15 árin. Það leiddi því til mikillar skerðingar lífskjara hér á þessum 320 þúsund manna örmarkaði að segja upp EES samningum.

Það eru engar líkur á að ESB muni fyrirskipa einkavæðingu á gróða Landsvikjunar. Þannig hefur ESB aldrei starfað og hefur aldrei staðið til að ESB starfi þannig. ESB bannar ekki meðlimaríkjum að vera með náttúruauðlyndir í þjóðareign og þyrfti að breyta stofnsáttmála þess til að ESB hefði yfir höfuð völd til að gera slíkt. Til þess þyrfti 100% samstöðu ESB ríkja því hvert einasta ríki hefur neytunarvald gagnvart breytingu á stofnsáttmála þess.

Sigurður M Grétarsson, 5.7.2011 kl. 18:05

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Meðlima Ríkin EU eiga sínar náttúru aðlindir, bera á þeim ábyrgð og skuldir. Hinvegar ákvarðar  Commission Brussell efnahagastefnu sinna Ríkja. Öll leggja í það sem ekki er nýtanlegt á þeirra heimamarkaði til tækni og fullvinnslu í smeiginlega pott til skiptingar í samræmi við þessi viðskipti hingað til þannig að verg þjóðatekjuskipting  haldist stöðug milli Meðlima Ríkjanna, sem keppast öll um að viðhalda sínum eigin vergu þjóðartekjum.   Seðlabankakerfi Commission, mælir með öllum stórum lánum, þannig er hámarksverði á mörkkuðum stýrt þegar um eitthvað magn er að ræða.   Fullvinnslukaupandi er ekki banki og fær yfirdrátt í samráði við sinn banka áður en hannn bíður. Það tryggir að bíður ekki of mikið í. Tilboð að undirlagi Commission fara eins fram, þeir sem eru hæfir fá lánafyrirgreiðlur til að bjóða í.      

Júlíus Björnsson, 5.7.2011 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband