ESB-frumvarp stjórnlagaráðs afhent !


   ESB-frumvarp stjórnlagaráðs hefur nú verið afhent. Fór
mjög  vel  á  því  að ESB-sinninn  sem nú gegnir  embætti
forseta  Alþingis  og kemur  úr  röðum  sósíaldemókrata,
skuli  hafa  tekið á móti þessu kærkomna ESB-frumvarpi
sínu. Sem opnar á meiriháttar fullveldisframsal  svo Ísland
geti gengið í ESB. Ráðabrugg ESB sinna með hinu umboðs-
lausa stjórnlagaráði gekk því algjörlega upp.

   Athygli vekur að ESB-frumvarp stjórnlagaráðs til stjórn-
skipunarlaga var samþykkt einróma af þingfulltrúum í
stjórnlagaráði. Sem getur ekki túlkast nema á þann veg
að í ráðinu hafi setið eintómir ESB-sinnar. Því ENGINN
sannur ESB-andstæðingur hefði vogað sér að samþykkja
110 og 111 grein frumvarpsins um framsal ríkisvalds og
fullveldis til yfirþjóðlegs ríkis eins og Evrópusambandsins.
Hins vegar skulda sumir þingfulltrúar kjósendum sínum
og þjóðfundi skýringar á kúvendingu sinni. Nema þeir
hafi ætíð verið ESB-sinnar en látið kjósa sig á fölskum
forsendum. Sem er hið alvarlegasta mál.

   ESB-frumvarpið fer nú til Alþingis. Þar sem það vonandi
verður svæft og jarðað á viðeigandi smekklegan hátt! 
mbl.is Frumvarpið afhent Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, skrýtið, Guðmundur, maður skilur þetta bara ekki.  Getur maður ekki treyst neinum neinsstaðar i nánd við stjórnmál landsins og stjórnarskrá?

Elle_, 30.7.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband