ESB hefur grófa íhlutun í islenzk innanríkismál


   ESB er nú að hefja grófa íhlutin  í  íslenzk  innanríkismál.
Með það að  markmiði að innlíma Ísland inn í  sitt gjörspillta,
deyjandi Sambandsríki  Evrópu. Til  þess  hefur það fengið
hérlent kynningar-og markaðsfyrirtæki til að annast áróður
sinn. Fyrirtækið   Athygli ætlar þannig að gerast einskonar
ESB-Pravda  á  Íslandi,  eftir  sovétskri  áróðursfyrirmynd.
Í þetta ESB-trúboð á Íslandi hyggst ESB verja hvorki meir
né minna en 700.000 evrum á ári. 

   Hér er um að ræða VÍTAVERРAFSKIPTI ERLENDS STÓRRÍKIS  
af innanríkismálum  Íslands. Kapir  innlendan  aðila sem lepp
fyrir sínum pólitíska áróðri. Nákvæmlega eins og hinir sovésku
kommúnistar gerðu forðum með Þjóðviljann sáluga. Enda engin
tilviljun að þetta skuli gerast einmitt þegar kommúnistar sitja í
ríkisstjórn Íslands!  Með dyggum stuðningi sósíaldemókrata
sem  ólmir  vilja  innlima  Ísland í hið nýja Miðstýringa- Sovét,
sem  nú er nánast á brauðfótum og í upplausn. 

   Þjóðfrelsis- og þjóðhyggjumenn verða nú að bregðast við af
hörku! Slík VÍTAVERÐ AFSKIPTI ERLENDS STÓRRÍKIS af innan-
ríkismálum  Íslands VERÐA  ALLS EKKI  LIÐIN! OG ALLRA SÍST
þegar markmiðið er hreint og klárt  að binda enda á fullveldi
og sjálfstæði Íslands!

   ÁFRAM ÍSLAND! ENGIN ESB-AÐILD, EKKERT EES og EKKERT SCHENGEN!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Eiríksson

ESB er ekki ríki heldur samband ríkja og þarafleiðandi ekki stórriki heldur,

kv.

Guðjón Eiríksson, 12.8.2011 kl. 21:18

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þeim var boðið ísland á Silfurfati- af bugtandi utnaríkisráðherra og co.

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.8.2011 kl. 21:29

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Guðjón minn. Fylgist þú ekki með ESB-fréttum, þróuninni þar og vangaveltum helstu talsmanna þess? Greinilega ekki?  Enda trúlega
einn úr ESB-trúboðinu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.8.2011 kl. 21:33

4 Smámynd: Elle_

Og enn heldur pólitíska ögrunin áfram af völdum Jóhönnu og co.  Hefur þetta fólk einræði í þessu svokallaða lýðræðisríki?  Og Guðjón að ofan er með og færi ekki að játa að hið svokallaða ríkjasamband, rænir sambandsríkin fullveldinu, Guðmundur, og er ekkert nema stórríki í sköpun.  Ja, hvílíkt friðarbandalag, lítum bara á friðinn í Grikklandi sem er pínt og kvalið ásamt Írlandi af Brussel-yfirstjórninni.   

Elle_, 13.8.2011 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband