En Ólafur forseti. Hvað með okkar eigin glæpamenn í Icesave ?
4.9.2011 | 21:49
Það er hárrétt hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að það
væri rannsóknarefni fyrir ESB hvernig ríki þess gátu stutt
fáránlegar kröfur Breta og Hollendinga í Icesave um að
íslenzka þjóðin gengist í ábyrgð fyrir Icesave-skuldinni.
Og það er líka hárrétt hjá forsetanum að íslenzk stjórn-
völd hafi látið undan þrýstingi og beygt sig undir ofbeldi
Breta og Hollendinga í Icesave.
Allt þetta er satt og rétt hjá forsetanum. En hvað með
þá sem Icesave-glæpinn frömdu? Hvers vegna hefur Ice-
save-glæpurinn ekki enn verið rannsakaður? Og þeir sóttir
til saka sem ábyrgð báru! Já hvað með okkar eigin glæpa-
menn í þessu? Og hvað með stjórnmála- og embættismenn-
ina sem beygðu sig fyrir þessu ofbeldi af hálfu ESB-þjóðanna
og samþykktu fyrst samning sem hefði leitt strax til þjóðar-
gjaldþrots, og síðan annan litlu skárri, en sem betur fer voru
svo feldir í þjóðaratkvæðagreiðslum.
Það er grafalvarlegt mál þegar stjórnmála-og embættis-
menn láta erlent ofríki kúga sig og beygja, og það svo að
tilvera þjóðarinnar var í veði. Og það út á einhverri ólögvar-
inni kröfu, sem var og er íslenzkri þjóð GJÖRSAMLEGA ÓVIÐ-
KOMANDI!
Í næstu þingkosningum verður klárlega m.a kosið um Ice-
save. Um það að það verði rannsakað og viðkomendur látnir
sæta ábyrgð. EKKI SÍST stjórnmálamennirnir sem hvað mest
börðust fyrir Icesave-þjóðsvikunum og embættismenn þeirra!
Beygðu sig undir ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, hvað með okkar glæpamenn, Guðmundur? Já, hvenær hefst rannsóknin? Og hvenær verða þau dæmd fyrir bæði fáráðsumsóknina gegn stjórnarskrá og ólöglegan ICESAVE-samning: Jóhanna, Gylfarnir allir, Steingrímur og co., etc fyrir kúgun eftir kúgun gegn eigin þjóð.
Elle_, 4.9.2011 kl. 22:48
Í næstu forsetakosningum verður líka kosið um IceSave. Það er að segja óbeint, í þeim skilningi að sá mun verða líklegur til að ná kjöri sem fólk treystir best til að nýta málskotsréttinn þegar svo ber undir í framtíðinni.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2011 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.