Ólína og hennar Icesave-svikalið á að skammast sín!


  Það er alveg með ólíkindum að þetta Icesave-lið á Alþingi
skuli enn ekki skammast sín fyrir Icesave-afglöp sín. Þannig
ávitar Ólína Þorvarðardóttir þingmaður forsetann fyrir  að
saka stjórnvöld um að hafa beygt sig fyrir  ótækum kröfum
Breta og Hollendinga í Icesave-málinu, og brugðist þannig
hlutverki sínu að gæta þjóðarhagsmuna.

   Er það ekki nákvæmlega  þetta  sem  stjórnvöld  gerðu ? 
Sviku þjóðarhagsmuni! GJÖRSAMLEGA! Og alveg sérstaklega
hvað varðar Svavars-þjóðsvikasamninginn. Ísland hefði í dag
orðið gjaldþrota hefði forseti og þjóðin ekki stöðvað þau stór-
kostlegu afglöp Ólínu og hennar félaga. Svo vogar hún sér að
koma upp á dekk og gagnrýnir forsetann að hafa komið í veg
fyrir þetta  allsherjar þjóðargjaldþrot. - Sem ALLIR sjá nú að
hefði orðið ef þjóðarsvikin í Icesave sem Ólína og hennar lið
stóð að hefði náð fram að ganga.

   Skýringin á þrásetu Ólínu  og hennar félaga á Alþingi og í
ríkisstjórn í dag er án efa  sú að þau óttast rannsóknina á
Icesave og sakamál í kjölfar hennar að afloknum kosningum.
Því það er alveg klárt að komandi kosningar munu m.a snúast
um Icesave-þjóðsvikin,  og leiða þá til ábyrgðar sem þar komu
að máli!
mbl.is Gangi inn í umræðu af ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

100% sammála, Guðmundur.  Ólína hefur verið til mikillar skammar og bara skaðleg.  Gleymi aldrei sjóninni af henni í alþingi þann 30. des, 09 þar sem hún stóð hnarreist og yfirgangsleg og sagði hátt að hún ætlaði að axla ábyrgð og segði JÁ.  Já, ´ábyrgð´ á stórhættulegu ICESAVE 2 sem ætti að draga hana fyrir dóm fyrir.  Og nú kemur Jóhanna, sjálf ICESAVE-DROTTININGIN fram og skammast yfir forsetanum opinberlega.  Og vill fund með honum fyrir að hafa verið svo ´ábyrgðarlaus´ að segja sannleikann um hennar heilagleika. 

Elle_, 9.9.2011 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband