VG ennþá ESB-sinnar. Og enn þjóðvarnarleysisinnar!.
30.10.2011 | 16:37
Landsfundur Vinstri grænna leggur blessun sína yfir áframhaldandi
umsókn Íslands að ESB. Styður aðlögunarferlið þar með. Enda styðjandi
ríkisstjórn sem vinnur dag og nótt að innlimun Íslands í ESB með fjár-
stuðningi frá Brussel. En ENGINN sannur ESB-andstæðingur getur lagt
blessun sína við slík. - Það gera Vinstri grænir, enda í hjarta sínu ESB-
sinnar í verki sem hljómar meiriháttar vel við þeirra öfgasinnuðu alþjóða-
hyggju. Annars væri ekki Ísland statt í hraðlestinni til Brussel.
Þá eru Vinstri grænir galopnir fyrir fjárfestingum erlendra aðila í einni
mikilvægustu auðlind Íslendinga, fiskimiðunum, við inngönguna í ESB.
Ályktun þeirra um auðlindir í þjóðareign eru því brandari!
Þjóðfjandsamleg stefna Vinstri grænna kristallast svo enn og aftur í
þjóðvarnarleysisstefnu þeirra. Vilja Ísland berskjaldað og varnarlaust,
eins og sönnum andþjóðlegum kommúnistum sæmir. Enda forverar
hérlenda kommúnista í íslezkum stjórnálum í dag.
Icesave-VG-þjóðsvikaflokkurinn hefur enn afhjúpað sig gagnvart
þjóðinni sem varhugavert stjórnmálaafl, sem bað þjóðina ekki einu sinni
afsökunar á Icesave-svikunum. Sem hefði leitt til þjóðargjaldþrots í dag
ef þjóð og forseti hefðu ekki afstýrt því. Þjóðsvikaflokkur sem mun verða
úthýsað úr íslenzkum stjórnmálum til frambúðar ásamt vinum þeirra
sósíaldemókrötum eftir næstu kosningar.
![]() |
Ályktun um utanríkismál samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.