Gróf íhlutun Dana í íslenzk innanríkismál


   Það vantaði sem sagt  þá bara danska sósíaldemókrata til
forystu í dönsku ríkisstjórninni til  að frekjast  gróflega  inn í
íslenzk innanríkismál. Og þá að sjálfsögu að beiðni hérlendra
andþjóðlegra  og  þjóðfjandsamra  sósíaldemókrata. En skv.
stjórnarsáttmála dönsku vinstristjórnarinnar  ætlar  hún að
styðja  MEР VIRKUM HÆTTI að innlimun Íslands í ESB.  MEÐ
VIRKUM HÆTTI!  MEÐ GRÓFRI ÍHLUTUN með öðrum orðum!

   Brussel ætlar sem sagt nú að beita hina gömlu dönsku yfir-
ráðaþjóð yfir Íslandi fyrir sig  í  lokasókn  sinni  við  innlimun
Íslands í ESB! Með dyggum stuðningi hérlendra sósíaldemó-
krata. Þjóðsvikarana sem víluðu ekki fyrir sig að hneppa ís-
lenzka þjóð í a.m.k aldaránauð í þágu ESB-sóvétsins  sbr.
Icesave.

   Þegar hérlendir og danskir sósíaldemókratar hittast og
ráða  ráðum  sinum um  íslenzk  málefni er  hætta á ferðum.
Gleðifréttin er hins vegar sú að ESB-Sóvetið er nú loks komið
að fótum fram, þannig að hin sósíaldemókrataísku alþjóða-
öfgaöfl  horfa nú fram á hrun  sinna háleitustu hugsjóna.
Óraunsæishugsjóna byggðar á sandi! ESB og evru!

   www.afram-island.is



     


mbl.is Styðja aðildarferli með virkum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Að hugsa sér, Danir aftur komnir í yfirráðagírinn yfir Íslandi.  Gat nú verið með pólitíska flokka í ætt við Jóhönnuflokkseymdina. 

Guðmundur, við erum samt í miklum meirihluta og þeim mun aldrei takast ætlunarverkið frekar en í ICESAVE.  

Elle_, 2.11.2011 kl. 20:58

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta þarf ekki að skrifast á heiðarlega Dani.  En íslenskir kratar hafa sýnt sig í að vera hreinræktaðir komunistar og danskir kratar eru ljóslega tilbúnir að hjálpa íslenskum komunistum að hrekja okkur af bæjar hólnum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 4.11.2011 kl. 17:10

3 Smámynd: Elle_

Nei, ekki heiðarlega Dani og ekki alla Dani, sannarlega ekki.  Mundi skrifast á óheiðarlega pólitíkusa, í ætt við Samfó.

Elle_, 4.11.2011 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband