ESB-sinnar safna undirskriftum fyrir Þóru!


    Stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttir safna nú undirskriftum
vegna forsetaframboðs hennar. Þ.e.a.s ESB-sinnaðir hópar
sem allt vilja gera og tilkosta að fá ESB-sinnaðan forseta á
Bessastaði. - En sem kunnugt er  aðhyllist Þóra mjög  svo
sósíaldemókrataísk viðhorf, sprottin úr þeim jarðvegi, og
var m.a í framboði fyrir Alþýðuflokkinn 1995 í Reykjanes-
kjördæmi, og mun hafa komið að stofnun Evrópusamtak-
anna. Þá litaðist fréttamennska Þóru mjög af skilningi þeim
að koma Icesave-þjóðsvikunum yfir á þjóðina.

   Jú kannski verður þetta bara ágætar forsetakosningar.
Þar sem barist verður gegn  ESB-aðild, en fyrir  sjálfstæði
og fullveldi Íslands, með núverandi forseta í fararbroddi,  
og þá um leið gegn andþjóðlegum sósíaldemókrataískum
viðhorfum  sem Þóra  Arnórsdóttir  og  aðrir ESB-félagar
hennar klárlega standa fyrir.

   Jú bara flott að fá mælingu á þessu þann 30 júní n.k.

   ÁFRAM FORSETA VOR!   ÁFRAM ÍSLAND! 
mbl.is Stuðningsmenn Þóru safna undirskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Þekki ég Íslendinginn rétt; mun nú mesti glanzinn og nýjabrumið, af fara, með Vorkomunni - eða; það skyldum við ætla, fornvinur góður.

Í næði, sem einrúmi nokkru, skyldu helztu viðhlægjendur þessarrar klénu  fjölmiðlakonu ígrunda, hvað henni var umfram, með að landsmenn gengju að ófyrirleitnum ábyrgðarkröfum : Breta - Hollend  inga, sem innlendra Landsbanka svindlaranna, og velunnara þeirra, í Icesave´s trúboðinu, forðum.

Þannig að; við skulum bara sjá, hvað setur, Guðmundur minn.

Ekki; eru allir dagar í böggli, eins og gamla fólkið kvað, hér fyrr meir.

Með beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 14:26

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir félagi Óskar Helgi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.4.2012 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband