ESB-fjölmiðlafár & ríkisstjórnarstuðningur við Þóru skaðar hana!


   Þetta fjölmiðlafár í kringum forsetaframboð Þóru Arnórsdóttir
fer að verða ansi barnalegt ef fram heldur sem horfir. Og mun
skaða hana! En sýnir jafnfræmt þá miklu örvætingu þess ESB-
sinnaða stuðningskjarna sem að framboðinu  standa, auk ríkis-
stjórnarstuðnings sem við blasir! Þar fara fremstir auk ríkisstjórn-
arflokkanna hinir ESB-sinnuðu 365 miðlarnir, með Stöð 2 í broddi 
fylkingar.

   Það er eins og  enginn hafi  áður  boðið sig fram  til forseta en
þessi Þóra Arnórsdóttir.-  Og ekki nóg með að fréttin af framboðinu 
hafi verið fyrsta frétt Stöðvar 2 með tilheyrandi loftköstum, heldur
var meiriháttar fréttaflutningur stöðvarinnar og Bylgjunar af undir-
skriftasöfnuninni í gær. Þá hefur hið ESB- sinnaða Fréttablað ekki
látið sitt eftir liggja.  -

   Hjákátlegast sem dæmi  var þó  þegar  hinn  örlitli netmiðill 
www.flateyri.is (er Flateyringur)  var misnotaður og helgaður
undirskriftarsöfnuninni á VAGNINUM á Flateyri í gær, með
tilheyrandi myndaseríu af Þóru og fjölskyldu. Sem helgast af því
að sá netmiðill  er einmitt ritstýrður af hörðum  sósíaldemókrötum.
En sýnir samt hysteríuna sem er í gangi kringum þetta framboð.
Og sem svífast einskins!

   Fyrir okkur sem aðhyllumst FRJÁLST og FULLVALDA Ísland  er
þetta ESB-framboð Þóru einungis fagnaðarefni. Því að sjálfsögðu
munu A L L I R þjóðfrelsissinnar styðja og kjósa hinn sterka
ÞJÓÐHYGGJUMANN Hr. Ólaf Ragnar Grímsson til áframhaldandi
setu á Bessastöðum. - Alla vega meðan óveðurský ESB-aðildar
og Iceesave þjóðarssvika Þóru og félaga hanga enn yfir þjóðinni.

    Góð mæling það 30 júní n.k............


   ÁFRAM FORSETI VOR!   ÁFRAM ÍSLAND!


mbl.is Þóra komin með lágmarksfjölda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú sem hægri grænn villt því greinilega SOSIALDEMÓKRATANN Ólaf Ragnar, stuðningsmann útrásarvíkinganna nr. 1 "You ain´t seen nothing yet" áfram sem forseta.

Skítt með ESB, það er hvort eð er þjóðin sem ræður hvort við göngum í það eða ekki, ekki forsetinn.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 01:32

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ólafur Ragnar er alls enginn sósíaldemókrati Sigurður. Enda á móti ESB-
aðild og Icesave.  Var í upphafi þjóðlegur íhalds-framsóknarmaður eins og
ég í denn og nú orðinn ÞJÓÐHYGGJUMAÐUR eins og ég sem HÆGRI GRÆNN
í dag. Þannig að stemmingin passar algjörlega milli okkar í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.4.2012 kl. 02:09

3 Smámynd: Sólbjörg

Takk fyrir góðan pistill Guðmundur ! Ólafur er ígildi þess að vera verndarvættur Íslands hans heilindum er hægt að treysta. Ólafur verður því áfram forseti Íslands.

Sólbjörg, 8.4.2012 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband