Hægri og vinstri blokkir takist á! Gott mál!


   Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður
Vinstri grænna vill sameinaða vinstriblokk í komandi kosningum.
Flott hugmynd!  Því afar æskilegt er að kjósendur viti eitthvað
um hvað þeir eru að kjósa í kosningum. Hvers konar ríkisstjórn?
Til hægri eða vinstri. Eins og gerist í flestum lýðræðisríkjum í dag. 
Gagnstætt því sem er á Íslandi, þ.s boðið er upp á allskonar
pólitískt  samkrull,  og óvissu eftir því að kosningum loknum.

   Til þess að svo gæti orðið þarf Sjálfstæðisflokkurinn sterkt
aðhald frá hægri. Því það er með ólíkindum hversu viljugur sá
flokkur er til í  að hlaupa útundan sér til vinstri. Skýrist það m.a
af sterkum pólitískum sósíaldemókrataískum öflum innan Sjálf-
stæðisflokksins, nú undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttir.

   Til að sterk þjóðholl borgaraleg blokk geti myndast frá hægri
til frambúðar, þarf því öflugan hægriflokk við hliðina á Sjálfstæðis-
flokknum. Til að halda honum á réttri braut og þar með að halda
vinstriöflunum  í skefjum. Vinna aldrei til vinstri!

   HÆGRI GRÆNIR sem halda sinn fyrsta kynningarfund í næstu
viku og hefja þar með sína formlegu baráttu fyrir komandi þing-
kosningar, yrðu ákjósanlegir aðhalds- og íhaldsfesta til hægri
hvað þetta varðar.  Eitthvað sem allir þjóðhollir borgarasinnar
ættu að horfa til í dag! 
mbl.is Vill kosningabandalag VG og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hún er eflaust flottari áferðin á Katrínu Jakobsdóttur en á Steingrími J. Sigfússyni, sem á þess varla kost að verða kosinn á Alþingi aftur (hans eigin flokksmaður úr NA-kjördæmi talar um það í Mbl. í gær, að í stað þess að hafa fengið þrjá menn kosna þar 2009, fái VG í mesta lagi einn næst, og eflaust vilja margir þar einhvern annan en Steingríms, sem berst gegn hagsmunum sjávarbyggðanna, m.a. Grímseyinga, íbúðum Fjallabyggðar og Austfjarða, eins og afar skýrt kom fram í fréttaviðtölum í Mbl. í gær, auk afar sterkrar greinar Tryggva Þórs Herbertssonar í sama blaði: Fall Fjallabyggðar).

En ég held að Katrín sé tækifærismennskan uppmáluð. Ég sat í Salnum í Kópavogi 1. desember 2008 á opinberum fundi hjá Heimssýn, og var Katrín meðal ræðumanna og höfðaði þar til Esb-andstæðinga í máli sínu -- alltaf sniðugt að reyna að trekkja að atkvæði! -- en þó skynjaði ég það í gegnum ræðu hennar, að henni var ekki treystandi í málinu. Svo reyndist og, hún hefur verið með í öllu Steingrímsferlinu, bæði í Icesave-glæpafrumvörpum hans og Evrópusambands-umsókninni. Henni er því ekki treystandi fyrir einseyring í stjórnmálum.

En vitaskuld skil ég átakanlega þörf vinstri flokkanna fyrir andlitslyftingu!

* Sjá þessa frétt í Mbl. í gær: Yrði milljón á hvern Grímseying, undirfyrirsögn: "Útgerðarmaður í Grímsey áætlar að fyrirhuguð veiðigjöld muni nema 100 milljónum í Grímsey • Einn eigenda Sigurbjarnar [ehf., útgerðar og fiskvinnslu] segir kvótafrumvörpin dauðadóm fyrir atvinnulífið og útgerðina þar". Orðrétt segir sá Garðar Ólason í fréttinni:

""Það blasir við hver áhrif frumvarpanna yrðu. Þetta yrði hálfger dauðadómur á okkur. Við skuldum mikið vegna kvótakaupa og ef frumvörpin verða að lögum verður kvótinn tekinn af okkur. Við höfum barist í bökkum með okkar skuldir og það sjá allir heilvita menn að ef hinar fyrirhuguðu breytingar koma ofan á er útgerðin hér dauðadæmd. Ég sé enga leið út úr þessu. Ef útgerðirnar fjórar, Sigurbjörn ehf., Sæbjörg ehf., Hafborg ehf. og Borgarhöfði ehf., sem rekur fiskmarkaðinn hér líka, leggja niður laupana verður fólksflótti héðan. Ég get ekki séð annað.

Atvinnulífið hér byggist allt á útgerðinni og þjónustu í kringum hana. Hér yrði því ekkert að gera ef frumvörpin ná fram að ganga. Þessi atvinnugrein hefur verið ofsótt og hún verið lögð í einelti síðan þessi vinstristjórn tók við. Málið er ekki flóknara," segir Garðar sem tekur undir þá grófu áætlun Sigurðar [útg. Hannessonar hjá Sæbjörgu ehf.] að veiðigjaldið á útgerðirnar í Grímsey verði ekki undir 100 milljónum króna."

Björn Valur Sveinsson er orðinn svo hræddur, að hann fór skyndilega í gær að tala um, að breyta þyrfti frumvörpunum í þágu minni útgerða á landinu! Hann veit sem er, að hann er ekki óskakandídat sjómannastéttarinnar á Norður- eða Austurlandi -- og ennþá síður þjóðrækinna Íslendinga hvar sem er í heiminum!

Jón Valur Jensson, 19.4.2012 kl. 04:42

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þana átti að standa:

... Steingrím, sem berst gegn hagsmunum sjávarbyggðanna, m.a. Grímseyinga, íbúa Fjallabyggðar og Austfjarða ...

Jón Valur Jensson, 19.4.2012 kl. 04:44

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þetta Jón Valur.  Ekki að ástæðulausu sem ég hef ALDREI stutt
vinstriöflin. Þegar ég var í Framsókn skilgreindi hann sig sem miðjuflokk,
var mjög andsnúinn sósíaldemókrötum og mjög þjóðlegt afl í gamla daga,
sbr forystuafl við útfærslu landhelgi, móti EFTA-aðild o s frv. Síðan komust
sósíaldemókratar þar til áhrifa og ESB-trúboðið og leiðir okkar skildu.
VINSTRIMÖNNUM ER A L D R E I TREYSTANDI þegar kemur að því að VERJA
ÞJÓÐARHAGSMUNI, FULLVELDI og SJÁLFSTÆÐI, hvað þá í varnar-og öryggismálum.  Þess vegna er það út í hött þegar Pétur á Útvarpi segir að
hægri og vinstri skipti ekki máli og sé ekkert að marka þau.  Þannig að
svik Vinstri grænna í ESB-umsókn og Icesave á ENGUM að koma á óvart.
Það er ENGINN MUNUR á hinni ÖFGAKENNDRI alþjóðahyggju sósíaldemókrata og kommúnista, sósíalista. ENGINN! Þess vegna á ESB-þjónkunin hjá VG og Icesave-svik  þeirra ekki að koma á óvart. Þess vegna´eiga vinstriöflin að mynda með sér kosningabandalag, á sama hátt
og við til hægri eigum að standa betur saman, Íslandi til heilla!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2012 kl. 13:44

4 identicon

En Guðmundur.  Nú var stærsti hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem samþykkti Icesave 3 og sat hjá í Icesave 1 og hluti innan flokksins sem vill ganga í ESB eða a.m.k. halda áfram aðildarviðræðum.  Þetta eru hlutir sem þú ert harðlega á móti.  Vilt þú vera í kosningabandalagi með þeim flokki?  Er xD eitthvað meira treystandi en hinum 3 flokkunum að þessu leyti?

Skúli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 15:52

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hægri grænir sem 100% hægriflokkur myndi leitast við hverju sinni að hin
borgaralegu öfl myndu vinna saman.  Rétt, innan Sjálfstæðisflokksins eru
sósíaldmókratisk öfl. Þau yrðu útilokuð í slíku samstarfi. Hægri grænir myndu ALDREI gefa eftir í grundvallarmálum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2012 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband