Fulltrúi gömlu Einingarsamtaka kommúnista í framboð


   Sá sem var formaður miðstjórnar Einingarsamtaka kommúnista
á árunum 1973 - 1980, Ari Trausti Guðmundsson, hefur gefið kost
á sér í embætti forseta Íslands. Vert er því  að óska hérlendum
kommúnistum til hamingju með frambjóðenda sinn. Ekki svo?

   Annars eru þetta að  verða all skrautleg framboð til forseta Ís-
lands. Þannig hefur Brussel-valdið t.d eignast frambjóðenda  á
sínum vegum, yfirlýstan ESB-sinnan Þóru Arnórsdóttur, sem auk
þess er yfirlýstur sósíaldemókrati og Icesavesinni.

  Já vonandi fleiri slík merk framboð!  Sitjandi forseta til styrktar!

  
mbl.is Ari Trausti ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert hrikalegur Guðmundur Jónas. Þú gerir þig að fífli. Þú ert með gömlu komma líminguna á hvern þann, sem er þér ekki að skapi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 20:13

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nú eru þetta ekki bara blákaldar staðreyndir?  Sem skiljanlega eru óþægilegar við þessar aðstæður...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2012 kl. 20:58

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2012 kl. 21:00

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er nú bara þannig Haukur Kristjánsson  að staðreyndir eru skárri en þvaður.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2012 kl. 21:30

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Hrólfur. Já sumir eru heldur viðkvæmir þessa daganna. Einkanlega
þegar fortíð sumra er rifjað upp svona til fróðleiks...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2012 kl. 21:37

6 identicon

Ólafur Ragnar er líka kommúnisti.

Láki (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 22:40

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvað sem því líður hr. Láki, þá stóð hann með landanum gegn Íslenskum kommunistum , Evrópusambandinu og Bretum.  En allir þessir aðilar ætluðu að koma okkur á kné, en þökk sé Ólafi að það tókst ekki.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2012 kl. 23:17

8 identicon

Það er stundum þannig að betra er að halda bara kjafti en að skrifa eitthvað sem þú munt sjá eftir að hafa skrifað !

Þér er auðvitað bara vorkunn !!! 

Hef skrifað hér á vefinn þinn áður með spurningu um hvaða fólk það er sem getur átt viðskipti við einhvern ,,bókara"  , sem hefur þá lífsýn sem kemur fram á þessum vef ???

JR (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 23:31

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jr. Hér kemur þú enn og aftur hulinn nafnleyndar úr tölvu stjórnarráðsins.
Hélt þú værir hættur að nenna komu þína hér.

Takk félagi Hrólfur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2012 kl. 00:11

10 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

Hr Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ;-)....

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 20.4.2012 kl. 00:16

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk nafni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2012 kl. 00:20

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég kýs Þóru

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2012 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband