Styður Icesave-forysta Sjálfstæðisflokksins Þóru?


  Í Fréttatímanum í gær er sagt frá því að Þóra Arnórsdóttir
forsetaframbjóðendi hafi öfluga spunavél á bak við sig, sbr.
menn á borð við sjálfstæðismanninn Friðjón Friðjónsson. En
Friðjón var um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar
formanns Sjálfstæðisflokksins. Þá segir Fréttatíminn einnig
frá því að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri
þingsflokks Sjálfstæðisflokksins sé ein af stuðningsmönnum
Þóru.

    Allt er þetta  athyglisvert. En  þó  ekki.  Icesave-forysta
Sjálfstæðisflokksins  hefur  enn  ekki  fyrirgefið  forsetanum
fyrir að vísa Icesave 111 til þjóðarinnar. Þar sem bæði þjóðin
og grasrót Sjálfstæðisflokksins hafnaði Icesave og þar með
niðurlægði forystuna.

   Þess vegna bendir allt til að forysta Sjálfstæðisflokksins og
hin sósíaldemókrataísku öfl innan hans munu styðja Þóru
gegn sitjandi forseta. Jafnvel þótt það verði vatn á myllu
ESB-trúboðsins að fá fulltrúa sinn á Bessastaði. Önnur eins
pólitísk mistök hefur Sjálfstæðisflokkurinn  heldur betur gert
gegnum tíðina í daðri hans til vinstri, er endaði með allsherjar
hruni, einmitt með pólitískum  sósíaldemókrataískum sam-
herjunum í Samfylkingunni.

  Ekki að furða þótt eftirspurn fyrir nýjum hægriflokki hafi
aldrei verið eins sterk og í dag. - M.a þess vegna beinist
kastljósið nú að HÆGRI GRÆNUM!   Eðlilega!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Engan skyldi undra, Guðmundur, ef það væri þannig, kæmi mér alls ekki á óvart.  Og góður punktur.  Það eru nokkrir í Sjálfstæðisflokknum, sem vilja alls ekki beitingu forsetans á þessu valdi hans.  Það kom skýrt fram í ICESAVE2 og 3 að Bjarni Ben þoldi það illa.

Elle_, 21.4.2012 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband