Óviðeigandi æfing með Bretum í Hvalfirði!


   Í gær var varðskipið Þór (þetta sem ekki er enn málað
ESB-fánanum) látið taka þátt í björgunaræfingu  með
bresku herskipi í Hvalfirði. Þetta var í hæsta máta óvið-
eigandi æfing. Því þetta er í reynd eina þjóðin sem við
Íslendingar getum sannkallað óvinaþjóð allt til dagsins
í dag.

   Bretar hernumdu Ísland. Bretar hófu nokkur þorska-
stríð við Íslendinga með beitingu herskipa. Bretar settu
á Ísland löndunarbann. Bretar ætluðu að kúa Íslendinga
í Icesave, og gera okkur gjaldþrota. Bretar settur hryðju-
verkalög á Íslendinga.  Bretar beittu AGS gegn Íslending-
um í sínum mestu efnahagserfiðleikum til að þeir fengu
ekki lán úr sjóðnum. Og enn hafa Bretar í hótunum vegna
makrílveiða Íslendinga í EIGIN LÖGSÖGU!

   Það var og er rétt afstaða íslenzkra stjórnvalda að hafna
loftrýmisgæslu Breta yfir Íslandi.  Í ljósi síst batnandi sam-
skipta Breta við Íslendinga var umrædd æfing í Hvalfirði
í gær gjörsamlega óviðeigandi!

  Enn eitt dæmið um undirlægjuhátt og þjónkun Icesave-
og ESB-ríkisstjórnarinnar gegn erlendri kúgun og íslenzkum
þjóðarhagsmunum!!!!!!!! 
mbl.is Æfðu í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Tek undir; með þér.

Reyndar; gáfu Hollendingar og Þjóðverjar - sem og Danska kúgunar stjórnin, Englendingum (Bretum) ekkert eftir, í Helvítis ránsskapnum, hér á landi - sem og á; miðunum á 15. og 16. öldunum, og síðar, fornvinur góður.

Með Byltingar kveðjum góðum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 23:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og hjákátlegast Óskar þá er þetta allt í boði Vinstri grænna, Ögmundar
Jónassonar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 00:30

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eins og enginn hafi fallið í þessu stríði nema Bretar!
Skandall!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband