Hneyksli! Ekki spurt um AÐALMÁLIÐ! Fullveldisframsalið!
17.5.2012 | 00:19
Meirihátttar athygli og HNEYKSLI vekur að í væntanlegri þjóðar-
atkvæðagreiðslu sem ESB-ríkisstjórnin hyggst framkvæma í haust,
er ekki spurt um AÐALMÁLIÐ, sem er grunnkveikjan að stjórnlaga-
ráði til breytingar á stjórnarskránni. - Þ.e.a.s nær ÓTAKMARKAÐ
FRAMSAL Á FULLVELDI! Þannig að Ísland geti gengið í ESB. Passað
var upp á það að fram hjá þessari AÐALSPURNINGU væri kyrfilega
skautað. JAFNVEL ÞÓTT að hinn 1000 manna þjóðfundur ályktaði
RÆKILEGA að FULLVELDIÐ YRÐI VARIÐ einmitt í stjórnarskránni.
Alveg stórmerkilegt hvernig þetta fámenna landsölulið ESB á
Íslandi getur kúgað fram hvert stórmálið á fætur öðru á Alþingi, til
að búa í hæginn fyrir innlimun Íslands inni í hið deyjandi gjörspillta
ESB. Nánast án teljandi fyrirstöðu. Jafnvel þótt meirihluti þing-
manna segist andvigur aðild að ESB! Hvernig má þetta vera?
Þannig var ráðherra hent út vegna andstöðu við aðild Íslands
að ESB. Breyting á stjórnarráðinu til aðlögunar þess að stjórn-
kerfi ESB var samþykkt. Og allt bendir til að IPA-styrkir ESB upp
á 5 milljarða einnig til aðlögunar á íslenzku stjórnkerfi við ESB
komist í gegnum þingið. Og nú á að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um tillögur stjórnlagaráðs þar sem AÐALSPURNINGUNNI og þeirri
UMDEILDUSTU verður sleppt! Og allt bendir til að það líka komist
í gegnum þingið.
Hvernig má þetta vera?
Augljóst er að EKKERT er að marka yfirlýsingar margra þingmanna
um andstöðu þeirra við aðild Íslands að ESB. Sérstaklega ráðherra
Vinstri grænna! ALGJÖR GJÁ hefur því myndast milli þings og þjóðar
í Evrópumálum. Sem forseti vor þarf að skoða!
Sterkasta svar okkar þjóðfrelsissinna og andstæðinga aðildar
Íslands að ESB yrði að MÆTA EKKI Á KJÖRSTAÐ í væntanlegri
þjóðaratkvæðagreiðslu um stjóraskrána. Þátttakan síðast var í
algjöru lágmarki um stjórnlagaþingið. Það lágmark þarf því að
T O P P A RÆKILEGA! Einmitt ROTHÖGGIÐ sem þetta fjandans
ESB-landssöluliðið þarf að fá í atlögu þess að fullveldi og sjálf-
stæði Íslands.
ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei Guðmundur Jónas, sterkast er að fjölmenna og segja NEI. Reynsla okkar af hinni ólöglegu stjórnlagaráðskosningu, sem n.b. fáir mættu á, var að hin samspillta ríkisstjórn hinna villtu vinstri manna tók henni sem stórsigri fólksins í landinu. Síðan hefur sú niðurstaða verið kynnt erlendis og telja menn ytra að við séum ljósið í myrkrinu þegar að vart sést manna á milli fyrir spillingu hér heima.
guru (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.