HÆGRI GRÆNIR ósammála Sjálfstæðisfl.í Evrópumálum !


    Illugi Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins skrifar grein í
Mbl.í dag um Evrópumál. Þar kemur skýrt fram  hversu mikill munur er
á HÆGRI GRÆNUM og Sjálfstæðisflokknum  í Evrópumálum. Þótt báðir
kenna sig við borgaraleg sjónarmið til hægri.

   Fyrir það fyrsta viðurkennir Illugi að hann útilokaði ekki að sækja  um 
aðild  að  ESB  haustið 2008. Það gerði formaður flokksins heldur  ekki í  
blaðagrein  með Illuga. Nokkuð  sem HÆGRI GRÆNIR hefðu ALDREI látið
sér detta í hug!

   Þá telur Illugi nú skynsamlegt AÐ GERA HLÉ á aðildarviðræðunum  og
sjá hvort evrunni verði bjargað. Þetta gengur ÞVERT á stefnu HÆGRI
GRÆNNA sem vilja að aðildarviðræðunum verði ÞEGAR Í STAÐ hætt og
að UMSÓKNIN AР ESB VERÐI TAFARLAUST DREGIN  TIL BAKA! HÆGRI
GRÆNIR hafna ALFARIÐ evru-upptöku en vilja skoða upptöku íslenzks 
Ríkisdals í staðin. Þá vilja HÆGRI GRÆNIR uppsögn á Schengen, og að
EES verði tekinn upp með tvíhliða viðskipasamningi við ESB í huga, sbr.
Sviss, ÞVERT Á STEFNU Sjálfstæðisflokksins!

   Og ekki má svo gleyma ólíkum skoðunum þessara flokka í ICESAVE,
þar sem HÆGRI GRÆNIR HÖFNUÐU ICESAVE ALFARIÐ á öllum stigum
þess.

   Þannig góð grein hjá Illuga sem varpar skýru ljósi á ólíka sýn þessara
flokka  í Evrópumálum.

   Sem kemur svo sem  ekki  svo mikið á óvart hafandi í huga   hvað
sósíaldemókrataísk viðhorf hafa lengið fengið að grassera í Sjálfstæðis-
flokknum. Nú síðast í forsetakosningum þar sem hinn sósíaldemókrataíski
armur flokksins brýst nú fram til stuðnings hinu  ESB-sinnaða og sósíal-
demókrataíska framboði Þóru. Ríkisstjórnarflokkunum til mikillar gleði!   

   WWW.afram-island.is
mbl.is Illugi Gunnarsson: Breyttar forsendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Þar; sem Hægri Grænir, eru velunnarar þingræðis - og óbreytts stjórn skipulags að mestu, og andstæðingar einveldis eða fámennisstjórnar, mun ég aldrei get stutt þá, fornvinur góður.

Þá; eru ritskoðunartilburðir síðu þeirra, hér á vef, sem merkt er með G í grænum lit, með öllu óforsvaranleg, Guðmundur minn. Aðeins tilteknum jáurum; gefinn kostur á skoðanaskiptum, þar.

Breytir öngvu; um áframhaldandi trygg og góð samskipti okkar beggja, sem aldrei hefir borið skugga á, kæri fornvinur.

Þó svo; ekki séum við alltaf sammála - en oftast nær, samt.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 14:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Óskar minn. Að sjálfsögðu er skoðanamunur hjá okkur sem er eðlilegt.
En misminnir  mig að þú hafi stutt Frjálslyndaflokkinn á sínum tíma?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.7.2012 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband