Sátt um hvað Þóra? ESB-aðild og Icesave-stjórn?


    Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi sósíaldemókrata og
ESB-trúboðsins á Íslandi  hvetur til sáttar í grein í Mbl. í dag.
Um  hvaða sátt Þóra?  Um aðild Íslands að ESB? Sem þú hefur
hvatt svo mikið til gegnum árin!  Eða til greiðslu á Icesave sem
þú studdir og sem er enn hangandi yfir þjóðinni? Eða til stuðn-
ings við hina óþjóðhollu sósíaldemókrataísku ríkisstjórn þína
sem hefði leitt þjóðina í allsherjar þjóðargjaldþrot með Icesave
ef forseti vor Ólafur Ragnar og þjóðin hefðu ekki gripið inn í! 

  Já um hvaða sátt ertu að tala Þóra?  Ertu ekki EINMITT að
tala fyrir mikilli ÓSÁTT og hatrömmum átökum meðal þjóðar-
innar með stuðningi þínum við ESB-aðild? Meiriháttar árás
á FULLVELDI og SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS!  Og sem sósíaldemó-
krati stuðningsmaður við núverandi Icesave-stjórn sem mun
grípa fyrsta tækifærið til að kúga þjóðina til greiðslu á þeirri
ólögvarinni kröfu nýlenduvelda ESB til að troða þjóðinni þar
inn gegn vilja sínum.  JÁ UM HVAÐA FJANDANS SÁTT ERTU AÐ
TALA ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR?

   Eina þjóðarsáttin sem er í spilunum í dag er að koma  þínum
sósíaldemókrataísku vinum frá völdum sem allra fyrst og þeim
andþjóðlegum viðhorfum og gildum sem þau standa fyrir. Fyrsta
stóra skrefið í  því átaki er  að koma í veg fyrir kosningu þína
sem forseta MEÐ AFGERANDI HÆTTI nú í dag 30 júní!


   ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND!
  
mbl.is Kjósum sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Gamla góða Ísland aftur takk fyrir! Ekki ESB pelabörn hvorki á alþingi né Bessastaði, þóru kynslóðina sem við hin borguðum skólagönguna fyrir með sköttunum okkar öll vel menntuðu ESB pelabörnin sem fengu bankastjórastöður yfirumsjón með peningamarkaðssjóðum, markaðssérfræðingana, fjölmiðlafólk og stjórnmálafólk sem skólakerfið ungaði út og tók þátt í bólunni og sett þjóðina á hliðina og gerði næstum gjaldþrota! Ekki meira af 2007 ESB pelabörnum í stjórnkerfi Íslendinga! ´

Örn Ægir Reynisson, 30.6.2012 kl. 15:18

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Langar að deila þessari mynd á fésbókina, Örn Ægir Reynisson.

Þessi mynd sýnir allavega réttann kjörseðil

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.6.2012 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband