HÆGRI GRÆNIR eini sanni ESB-andstöðuflokkurinn!


   Vert er að vekja athygli á því að af öllum þeim stjórnmálflokkum
sem boðað hafa framboð sín við næstu þingkosnigar, er aðeins  einn
flokkur sem hefur skýra og klára stefnu í Evrópumálum. HÆGRI
GRÆNIR. Sem af pólitískum ástæðum hafnar alfarið aðild Íslands
að ESB. Og er einn flokka sem vill draga umsókn Íslands að ESB
til baka tafarlaust!  -  HÆGRI GRÆNIR  eru  einn  flokka  sem vill
segja upp Schengen-ruglinu. Og einn flokka sem vill endurskoða
EES   frá grunni, með  það  markmið að  gera  tvíhliða  viðskipta-
samning við ESB sbr. Sviss.  Ekki þarf að taka fram að HÆGRI
GRÆNIR voru alfarið á móti IPA-mútustyrkjum ESB.

   Þá má geta þess að HÆGRI GRÆNIR voru og eru á móti ÖLLUM
samningum um Icesave. Og telja að draga eigi þá fyrir dómstóla
sem fremstir stóðu  fyrir þeim þjóðarsvikum.

   Já HÆGRI GRÆNIR eru sannkallaður þjóðfrelsis-og fullveldis-
flokkur. Enda stofnaður á þeim helga stað Þingvöllum 17 júní
árið 2010.   Sem segir í raun allt um þjóðhollustu þessa flokks,
flokks fólksins á Íslandi.

   Formaður flokksins, Guðmundur Franklín Jónsson, segir u.þ.b
200 manns tilbúna á lista flokksins, og hvatt er til þess að sem
flestir á hægri kanti íslenzkra stjórnmála komi til liðs við þennan
eina sanna þjóðholla hægriflokk á Íslandi í dag. Þá boðar for-
maðurinn stórar fréttir af forystumálum og flokksstarfi þegar
sumri fer að halla. Enda verður boðið fram í öllum kjördæmum.

   Gagnstætt Sjálfstæðisflokknum fá sósíaldemókrataísk öfl ekki
aðgang að HÆGRI  GRÆNUM. Enda er stefna flokksins afar skýr
og hugsjónargrundvöllurinn einnig. Flokkurinn er líka skilgreindur
hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn af formanni og stofnanda
flokksins  í útvarpsviðtali fyrr í sumar.

    www.afram-island.is   www.xg.is  einnig á facebook....

mbl.is Vill sjá Bandaríki Evrópu verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Heyrst hefur að nýir stjórnmálaflokkar muni eiga erfitt uppdráttar,þar sem ehv. ákveðin prósentutala í fylgi þeirra verði viðmið til styrkja úr ríkissjóði. Vitað er að þeir gömlu halda sínu sem fyrr. Eitt er víst,það verður hugsað rækilega um það sem maður kýs.

Helga Kristjánsdóttir, 5.7.2012 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband