Þorri kjósenda mun ekki mæta á kjörstað!
31.8.2012 | 00:27
Allt bendir til að mikill meirihluti kjósenda muni alls
ekki fara að óskum Jóhönnu og Steingríms og mæta á
kjörstað í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sérvaldar
tillögur þeirra úr tillögum svokallaðs stjórnlagaráðs.
Allt í kringum þetta mál er hrein hörmung! Enda útkoman
öll í skötulíki! Upphafið var dæmt ólöglegt af Hæstarétti, og
viðbætist að þjóðaratkvæðagreiðslan sjálf er ólögleg að mati
lögfræðinga, því Alþingi hefur enn ekki ákveðið kjördaginn
lögum samkvæmt.
Eini tilgangur með breytingu á núverandi stjórnarskrá að
ósk Jóhönnu er að gera öll fulveldisákvæði hennar óvirk,
svo Ísland geti gerst aðili að ESB. Því skv. núverandi
stjórnarskrá getur Ísland ekki gerst aðili að ESB. Kjósendum
er hins vegar bannað að kjósa um það MIKILVÆGASTA mál í
komandi þjóðaðatkvæðagreiðslu, sem sýnir fáránleikann í
þessu öllu!!
Þá fá vinstrisinnaðir róttæklingar sína frumósk uppfyllta,
sem bannar Íslendingum að verja land sitt og þjóð skv.
stjórnarskrá. Sem fyrirfinnst hvergi meðal frjálsra þjóða.
Kjósendum er hins vegar bannað að segja álit sitt á því, í
komandi kosningum.
Hins vegar fá andstæðingar þjóðkirkjurnar og trúleysingar
tækifæri í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu til að ráðast á
Þjóðkirkjuna og kjósa um að hún skuli ekki lögvarin í
stjórnarskrá. Já það er sérstaklega passað upp á það í
komandi ólögmætri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Allt er þetta með hreinum ólíkindum! Því mun þorri kjós-
enda ekki mæta til þessa skrípaleiks ESB-Jóhönnu og
Steingríms. - Og með MET þátttökuleysi yrði kosningin
ómarktæk, til viðbótar því að vera KOL ÓLÖGLEG!
Geri mig alla vega ekki að andskotans fífli fyrir Jóhönnu
og Steingrími og mæti því ALLS ALLS EKKI Á KJÖRSTAÐ
eins og þorri kjósenda mun gera..........
![]() |
Berjast gegn ákvæði um þjóðkirkjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Minn kæri Guðmundur Jónas, mikli landvarnarmaður,
sárt er að við getum ekki verið með öllu sammála um þessi mál, og samt get ég tekið undir hvert orð í t.d. þessum málsliðum þínum:
"Allt í kringum þetta mál er hrein hörmung! Enda útkoman
öll í skötulíki! Upphafið var dæmt ólöglegt af Hæstarétti, og
viðbætist að þjóðaratkvæðagreiðslan sjálf er ólögleg að mati
lögfræðinga, því Alþingi hefur enn ekki ákveðið kjördaginn
lögum samkvæmt.
Eini tilgangur með breytingu á núverandi stjórnarskrá að
ósk Jóhönnu er að gera öll fulveldisákvæði hennar óvirk,
svo Ísland geti gerst aðili að ESB. Því skv. núverandi
stjórnarskrá getur Ísland ekki gerst aðili að ESB. Kjósendum
er hins vegar bannað að kjósa um það MIKILVÆGASTA mál í
komandi þjóðaðatkvæðagreiðslu, sem sýnir fáránleikann í
þessu öllu!!"
Ekki má gleyma, að hér brugðust líka leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með því að hvetja nánast til þess að menn tækju ekki þátt í kosningunum til stjórnlagaÞINGS. Afleiðingin var m.a. sú, að margir sjálfstæðis- og framsóknarmenn kusu að sitja heima við kosninguna og að fáir (og naumast nokkrir landsþekktir meiri háttar menn) úr þeirra röðum voru þar í framboði.
Já, kosningin var afar illa sótt, af um þriðja hverjum með kosningarétt, en afleiðingarnar einskorðuðust vitanlega ekki við það eitt, sem hér var nefnt á undan, heldur líka hitt, að Samfylkingarmenn, Esb-sinnar og vinstri grænir fengu þar þeim mun fleiri í efstu sæti sem hinir voru færri, þ.e. stjórnarandstæðingarnir. Leiðtogar sjálfstæðis- og framsóknarmanna geta "þakkað" sér það!
Þegar Samfylkingin sá, að meðal 25 efstu í kosningunum til stjórnlagaþings, þeim sem ógiltar voru með samhljóða atkvæðum allra dómara í fullskipuðum Hæstarétti Íslands vegna margháttaðra galla, voru harla margir Evrópusambandssinnar -- enda full þátttaka af hálfu Samfylkingarmanna í hinni illa sóttu kosningu -- þá greip þessi flokkur til þess úrræðis að setja SAMT 25 kjörbréfssvipta menn sem "stjórnlagaráðsmenn" og það ÞVERT GEGN GILDANDI LÖGUM! Þar fengu síðan Esb-mennirnir mikil áhrif undir forystu manna eins og Þorvaldar Gylfasonar, Vilhjálms Þorsteinssonar og Eiríks Bergmanns Einarssonar (gamals og nýs starfsmanns á vegum Evrópusambandsins!) til að fá samþykkt í drögum sínum að stjórnarskrá áðurnefnda 111. grein um fullveldisframsal og jafnvel í endemis-áróðurvænum búningi! Með dingluðu aðrir Esb-áhangendur: Illugi Jökulsson, Guðmundur Gunnarsson úr Rafiðnaðarsambandinu, Þórhildur Þorleifsdóttir, Gísli Tryggvason, Silja Bára Ómarsdóttir og fleiri.
Eiga menn að endurtaka hjásetuna í haust?! Til hvers góðs leiðir hún?
Er þetta ekki nokkurn veginn gild regla, Guðmundur Jónas, samherji minn og vinur: Sittu heima í kosningum, þá verða þínir andstæðingar miklu frekar kosnir!
Ekki sit ég heima í haust -- þrátt fyrir allt ólögmætið sem býr að baki þessari tilraun Samfylkingarinnar til valdaráns, með fullri meðvirkni umboðssviptra 25-menninga og ótrúlegri valdfrekju þeirra með því að ætla að víkja okkar eigin stjórnarskrá frá í heild! -- heldur MÆTI ég á kjörstað til að HAFNA hinum hættulegu stjórnarskrártillögum frá hinu ólögmæta "stjórnlagaráði". Það virðist mér helzta leið mín til að leggja mitt litla lóð á vogarskálina í von um að afstýra megi hættulegum afleiðingum af athæfi þessa fólks.
Með kærri kveðju til þín og móður þinnar,
Jón Valur Jensson, 31.8.2012 kl. 02:29
Sæll minn kæri Jón. Auðvitað verður við stökum sinnum ekki 100% sammála,
skárri væri það!
Ég var ekki í hópi þeirra sem sátu heima í kosningu til stjórnlagaþings. Og
ber því enga ábyrgð á þátttökuleysinu þá. Hins vegar var ég fyrir skelfilegum vonbrigðum með þá fáu sem ég kaus og komust á þingið.
Því miður Jón komst þú ekki þar inn og ég kaus þig með þeim efstu. Þá
hefði þetta ekki orðið eins mikið skötulíki og nú er, því þekki ég þig rétt
hefðir þú 100% staðið við þín viðhorf og hugsjónir sem aðrir gerðu ekki.
Þannig olli Pétur Guðlaugsson og Lýður Árnason mér miklum vonbrigðum,
en ég gaf þeim atkvæði mitt í trausti þess að þeir myndu standa vörð um
fullveldið og svikráð ESB-sinna. Þeir lágu þar hundflatir, sem olli þér
miklum miklum vonbrigðum.
Síðan þekkjum við alla þá hörmungarsögu sem allt þetta mál er litað í
dag. Eitt af ótrúlegustu klúðursmálum lýðveldisins. Og fara að taka þátt
í slíku áfram bara kemur ekki til greina af minni hálfu. Og tala þá af reynslu minni í kosningunni til stjórnlagaþings. Tel því hyggilegast að brenna mig
ekki aftur í allri þessari hringavitleysu, lýsa allsherjar FRATI á alla þessa
LÖGLEYSU og skrípahátt, og vera í hópi meirihluta kjósenda sem mun ekki
mæta í MÓTMÆLASKYNI í þessa ólöglegu þjóðaratkvæðagreiðslu 20.okt.
En þeim mun minni sem þátttaka í henni verður (verður örugglega minni en
síðast) verður auðveldara að kalla hana ekki bara ólöglega, heldur markleysu MEÐ ÖLLU!
Svo bara bestu baráttukveðjur til þín félagi Jón Valur.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.8.2012 kl. 13:37
prentvilla. átti að vera ,,Þeir lágu þar hundflatir, sem olli M É R miklum miklum vonbrigðum".
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.8.2012 kl. 13:41
Ég kvitta fyrir svarið, minn kæri, en er jafn-einarður enn í mínu áliti eins og þú ert í þínu.
Jón Valur Jensson, 1.9.2012 kl. 06:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.