Sósíaldemókratar börðust gegn útfærslu fiskveðilögsögunar!
2.9.2012 | 00:28
Nú þegar 40 ár eru liðin frá útfærslu fiskveiðilögsögunar í 50
sjómílur, sem síðar urðu 200 sjómílur, eftir mörg þorskastríð
við Breta, er vert að hafa í huga, að ætíð börðust hérlendir
sósíaldemókratar í raun gegn útfærslunum. Frægast var er
þeir höfðu utanríkismálin og komu því í gegn eftir 12 sjómílna
þorskastríðið 1961 að skuldbinda Íslendinga að færa ALDREI
lögsöguna út framar, nema með samþykkis Breta og Aljóða-
dómstólsins í Haag. Sem voru meiriháttar ÞJÓÐARSVIK!
Útfærslan í 50 sjómílur og síðar í 200 sjómilur gat því aðeins
gerst án aðildar þessara þjóðfjandsömu og þjóðhættulegu
sósíaldemókrata UTAN ríkisstjórnar. Værum enn með 12 sjó-
mílna fiskveiðilögsögu eða minni ef sósíaldemókratarnir hefðu
fengið að ráða för. Gott að hafa þetta á hreinu!
Það er því meiriháttar óskiljanlegt að svona augljós þjóð-
hættuleg öfl eins og sósíaldemókratar, skulu nú ráða ríkjum á
Íslandi. Er skópu eitt mesta efnahagslegt hrun Íslandssögunar
með því að ljúga inn á þjóðina hinum stórgallaða EES-samningi,
og auk þess ESB-umsóknarferli og Icesave-þjóðasvik í kjölfarið.
En einmitt með ESB-aðild yrði 200 sjómílna fiskveiðilögsaga
Íslands færð eins og hún leggur sig yfir yfirþjóðlegt vald ESB í
Brussel. Margra áratuga barátta og stríð fyrir fullveldislegum
yfirráðum Íslendinga yfir sinni HELSTU auðlind yrði þá að ENGU
á einni nóttu!!!
Augljóst er því að stórherða þarf alla pólitíska þjóðlega baráttu
gegn hinum þjóðhættulega sjósíaldemókrataisma á Íslandi. Sem
einnig var úrtöluafl við stofnun lýðveldis á Íslandi.
Meðan sósíaldemókratar hafa ekki verið einangraðir frá stjórn
landsmála, ásamt kommúnistum, og þá til frambúðar, mun ætið
steðja mikil hætta að sjálfstæði þjóðarinnar, fullveldi Íslands, og
íslenzkri þjóðarhagsæld.
Sterk þjóðhyggja og heimastjórnarsinnuð ríkisstjórn þjóðhollra
stjórnmálaafla er því svarið! Framtíðarsvarið!
Áfram Ísland! ÁFRAM FULLVALDA OG FRjÁLST ÍSLAND!
40 ár frá stækkun fiskveiðilögsögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já við Íslendingar getum það sem við viljum og ætlum okkur ef vilji er fyrir hendi það segir sagan okkur og mikið höfum við átt duglegt og kraftmikið fólk segi ég.
Ég man eftir stríðinu með klippurnar og það voru spennandi tímar og sögulegir fyrir okkur Íslendinga.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.9.2012 kl. 02:45
Takk fyrir innlegg þitt Ingibjörg.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.9.2012 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.