Forysta Sjálfstæðisflokksins byggir brú til Samfylkingar


   Í gærmorgun hringdi þekktur innhringjandi á Útvarpi Sögu,
einn af dyggustu sjálfstæðismönnum sem þar láta í sér heyra,
og lýsti áhyggjum yfir hvað væri að gerast innan Sjálfstæðis-
flokksins. Hann sagðist vera í nefndarvinnu á vegum flokksins
fyrir komandi Landsfund. - Kvartaði  hann undan meiriháttar
ágengi ESB-sinna innan flokksins til að hafa áhrif á stefnu  og
ályktanir flokksins á Landsfundi. Sem greinilega þjónaði þeim
tilgangi að  byggja  brú  yfir  til  Samfylkingarinnar, þannig  að
ESB-aðildarferlið stæði  ekki  í  vegi  fyrir endurnýjun  þessara
tveggja Hrunflokka til myndunar nýrrar ríkisstjórnar að loknum
kosningum.

   Þessi innhringing á  Útvarp Sögu  er  ein af mörgum dæmum
þess  hvað  Icesave-forysta  Sjálfstæðisflokksins  er að bralla.
Henni er  ALLS EKKI  treystandi  í Evrópumálum. Og allra síst
fyrir stjórn landsmála. Enda  virðist  hinn  sósíaldemókrataíski
armur  flokksins  aldrei  verið  eins  sterkur  og  nú. Skaffandi
flokksfólk í lykilstöður í ESB-umsóknarferlið. Eins og mann í
sjálfa aðalsamningarnefndina við ESB, formann í félagskapinn
Sjálfstæðir Evrópusinnar, og flokkskonu í stöðu framkvæmda-
stjóra hjá Já Íslandi.  Auk þess sem flokksforystan er nýkomin
frá stuðningi við forsetaframbjóðanda ESB-trúboðsins frá því í
sumar.

   Það er kominn tími til að þjóðhollir borgarasinnar líti ekki bara
á Sjálfstæðisflokkinn sem Hrunflokk, sem beri að refsa. Heldur
tækifæris - hagsmunaflokk  hallan  undir andþjóðleg sósíaldemó-
krataísk viðhorf, enda oftar en ekki unnið með krötum, illu heilli
fyrr land og þjóð. 

   Gleðitíðindin eru þau að nú loks er kominn alvöru stjórnmála-
flokkur fram á hægra kant íslenzkra stjórnmála. Með fullmótaða
skýra stefnu til helstu þjóðmála í dag.  HÆGRI GRÆNIR, flokkur
fólksins.  Sem kallar á alla framfarasinna með þjóðholl viðhorf
og gildi til starfa og stuðnings, fyrir land og þjóð.....

   Sem krstinn borgaralegur framfarasinni fagna ég framboði
HÆGRI GRÆNNA!
     www.xg.is   www.afram-island.is/magasin.pdf

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband