ESB og verðtrygging sigruðu hjá x.d í Kraganum.Hægri grænir svarið!


    Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum eru með
miklum ólíkindum. Í fyrsta lagi var slegið met í slakri þátttöku.
Formaðurinn fékk afar lítinn stuðning í fyrsta sætið, eða rúm
helmings  atkvæða. Frambjóðandi  ESB-trúboðsins  í þingliði
flokksins  komandi  úr  hinum sósíaldemókrataíska armi hans,
fékk afgerandi kosningu  í  annað  sætið. Og svo dunkaði inn
helsti talsmaður verðtryggingar á Íslandi í fjórða sætið, auk
þess að  vera ESB-viðræðusinni.  - Já  þetta er með  hreinum
ólíkindum, og sýnir  hvert Sjálfstæðisflokkurinn, aðal Hrun-
flokkurinn sjálfur, er kominn í íslenzkum stjórnmálum.

   Í ljósi þeirrar ömurlegu stöðu sem eitt helsta borgaralega
aflið til áratuga í íslenzkum stjórnmálum er komið, og  sem
brást gjörsamlega landi og þjóð með hruninu mikla 2008,
hefur ALDREI verið brýnna en nú að stokka upp á ný á hægri
kantinum. Þar hljóta nú HÆGRI GRÆNIR að koma sterkir inn.
ÞJÓÐHOLLUR borgarasinnaður flokkur sem segir t.d ÞVERT
NEI við ESB-aðild og verðtryggingu, gagnstætt skilaboðunum
úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins úr Sv-kjördæmi í gær.

   Enn og aftur eru því allt frjálslynt og þjóðholt borgarasinnað
fólk hvatt til að koma til liðs við HÆGRI GRÆNA, flokk fólksins!

   www.xg.is  www.afram-island/magasin.pdf 

mbl.is „Getur verið kalt á toppnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með ESB þá hverfur verðtryggingin. Enda ólögleg í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2012 kl. 15:52

2 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Sleggju / Hvellir !

Með upplausn ESB hryllingsins Þýzk - Franska, hverfur ein ógeðfelldasta samsteypa austan hafs, síðan Sovétríkin og Cómecon voru, og hétu, ágætu drengir.

Gumundur Jónas !

Hægri grænir; munu ekki eiga sér nokkurn hljómgrunn, meðan þeir kjósa, að ''skoða'' ´framhaldandi hengju EES yfir Íslendingum, hvað þá, að halda stíft, í aðildina að hryðjuverka bandalaginu NATÓ, fornvinur góður.

Alveg; klárt og kvitt, þar um að ræða, Guðmundur minn.

Þar til breyting verður á; viðhorfi Hægri grænna, er tilvist þeirra SKANDALL einn, svo ég noti nú eitt kraftyrðið frá þér, Guðmundur Jónas, sem þú grípur stundum til, af gefnum tilefnum.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 16:08

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sleggja. Hægri grænir eru með meiriháttar lausnir á afnámi verðtryggingu,
gjaldeyrishafa, og lausn á aflandskrónuvandanum. Taktu bara niður þínar kolsvörtu ESB-glerugu og lestu hina frábæru stefnuskrá okkar. ESB er gjörspillt og steindautt fyrirbæri eins og gamla Sovétið.

Óskar minn. Hægri grænir EINI flokkurinn sem vill endurskoða EES frá grunni.
Viljum þvíhliða viðskipasamning við ESB í stað EES sbr. Sviss.
Bara svo bestu óskir til þín að venju.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband