Sósíaldemókratisminn er þjóðhættulegur Árni Páll !
12.11.2012 | 00:15
Árni Páll vill að kratarnir í Samfylkingunni breyti um takt.
Hvernig þá? Sósíaldemókrataisminn verður ætið sá sami.
Þjóðhættulegur, sem breytist aldrei! Sami andþjóðlegi
hugsjónarhræringurinn, sem brýtur niður fólk og þjóðir.
Brýtur niður sjálfsmynd þjóða og metnað, samhliða sjálf-
bjargarviðleitni fólks.
Eða voru það tilviljanir að hérlendir sósíaldemókratar
drógu lappirnar við stofnun lýðveldis á Íslandi? Þvældust
fyrir í hvert skiptið og fiskveiðilögsagan við Ísland var
færð út? Tókust illu heilli að flækja Ísland inn í EES og nú
með aðildarumsókn að ESB, með tilheyrandi fullveldisfram-
sali ef af henni verður. Og hin stórkostlegu þjóðarsvik
þeirra í Icesave eru enn í fersku minni, sem hefði leitt þjóð-
ina í þjóðargjaldþrot hefði forseti og þjóðin ekki gripið inní.
Já hvaða takta ertu að tala um Árni Páll?
Þess utan hefur sósíaldemókrataisminn stórskaðað íslenzkt
samfélag. Því vegna öfgasinnaðrar alþjóðahyggju hefur hann
ætið neitað að horfa á Íslendinga sem örþjóð. Þess vegna
hefur Ísland aldrei verið stjórnað á íslenzkum forsendum.
Aldrei hefur það mátt haga stakki sínum eftir vexti, en fengið
að eyða langt um efni fram. Til friðþægingar einhverju ímynd-
uðu alþjóðsamfélagi á grundvelli sósíaldemókrataíska öfga-
viðhorfa. Þar sem litið er á Íslendinga sem margmilljón manna
þjóð, en ekki örþjóð, með tilheyrandi fjáraustri í alþjóðasam-
félagið. Sem m.a endaði með meiriháttar efnahagshruni árið
2008.
Já sósíaldemókrataisminn er þjóðhættuleg pólitísk stjórnmála-
stefna, sem grefur undan þjóðum og einstaklingum. Og ekki
syðst hættuleg og lúmsk, því sósíaldemókratar starfa innan
margra flokka, sbr. á Íslandi. Innan ,,Fjórflokksins" er þá
að finna. Nánast alfarið innan Samfylkingarinnar eðli málsins
samkvæmt, en ekki síður t.d innan Sjálfstæðisflokks, VG og
Framsóknar. Björt framtíð, Dögun og Hreyfingin eru alfarið
útibú sósíaldemókrata.
Því er fyrir löngu tími til kominn að spornað sé við með
fótum. Og það sterkt! Sjálfstæðisflokkurinn, Hrunflokkurinn
sjálfur með Samfylkingunni, gerir það ekki. Enda hafa sósíal-
demókratarnir allt of sterk áhrif þar á bæ.
Hreinn þjóðhollur hægriflokkur er eina svarið.
HÆGRI GRÆNIR!
www.xg.is www.afram-island/magasin.pdf
![]() |
Við þurfum að breyta um takt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.