X-D nýtur ekki traust ESB-andstæðinga í SV! Kjósum Hægri græna!
17.11.2012 | 00:24
Væri sá er þetta skrifar búsettur í Sv-kjördæmi gæti hann
ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn. Og svo mun vera um fjölda
annarra ESB-andstæðinga eftir að úrslit í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna liggur nú þar fyrir.
Ástæðan er einföld!
Afgerandi sigur ESB-sinna til margra ára í annað sæti listans
veldur óhug, og óvænts sigurs ESB-viðræðusinna í 4 sætið er
einnig mikið áhyggjuefni. Við bætist svo ótrúverðugleiki for-
manns flokksins í Evrópumálum sem leiðir listann. Stjórnmála-
mannsins sem sveik flokksmenn sína og þjóðina í Icesave.
Kastljósið berst nú að prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík eftir viku. Þar eru líkar blikur á lofti um að ESB-sinnar smygli
sig inn á listann, eins og kom fram á Útvari Sögu í gær. En einn
innhringjandi sagðist hafa lagt nokkrar spurningar fyrir fram-
bjóðendur í prófkjörinu m.a um Evrópumál, og kom á óvart
hversu svör margra þeirra voru loðin. Eða svöruðu ekki.
Ljóst er að Sjálfstæðisflokknum verður EKKI treystandi í
Evrópumálum í komandi kosningum, ekki frekar en í Icesave.
Auk þess skaffandi fólk úr sínum röðum í fjölmargar lykilstöður
í aðildarferlið að ESB og sem hér hefur verið marg bent á.
Guðmundur Franklín Jónsson formaður HÆGRI GRÆNNA
hefur sagt opinberlega að hann hyggist leiða lista HG í SV-
kjördæmi. Þá fengu sósíaldemókratarnir og ESB-sinnaðir í
Sjálfstæðisflokknum þar hættulegan og verðugan andstæð-
ing. Því hinn stóri hópur borgarasinnaðs þjóðhyggjufólks
mun nú horfa til HÆGRI GRÆNNA þegar hann fær nú loks
tækifæri að styðja og kjósa áhugavert stjórnmálaafl til
hægri í komandi kosningum.
www.xg.is www.afram-island.is/magasin.pdf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:58 | Facebook
Athugasemdir
Trúir þú þessu bulli? Ef svo er, af hverju mælast HG varla í skoðanakönnunum? Er þessi stóri hópur sem horfir til HG feiminn þegar Capacent hringir?
TómasHa, 17.11.2012 kl. 01:32
Capacent er löngu hætt að hringja Tómas. Bara þar netkönnun í áskrift!
Enda mælast Hægri grænir mjög vel t.d á Bylgjunni, Útvarpi Sögu og víðar.
Og hvers vegna ættu sannir þjóðhollir hægrimenn að kjósa þennan ÖMURLEGA
sósíaldemókratiska Sjálfstæðisflokk, sem lagð Ísland nánast í rúst fyrir örfáum
árum? Svaraðu frekar þeirri spurningu?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.11.2012 kl. 01:42
Já trúir þú þessu bulli ÞÍNU?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.11.2012 kl. 01:44
Áður en þú vænir mig um eitthvað bull !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.11.2012 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.