Miðjumoð Framsóknar ætíð ótrúverðugt!
4.12.2012 | 00:20
Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn hvorki til hægri
eða vinstri meðan samframbjóðandi hans segir flokkinn þurfa að
fara til vinstri til að vinna upp fylgið. - Þarna er Framsóknarflokk-
num lifandi lýst. Villuráfandi flokkur sem hefur ekki hugmynd í
hvaða átt skal stefnt. Enda Guðfaðir NÚVERANDI TÆRU vinstri-
stjórnar sem hann þykist ekkert vilja kannast við í dag. En kemst
engan veginn undan því, og ber því fulla ábyrgð á að hin ömurlega
núverandi vinstristjórn komst til valda í upphafi og situr enn!
Já það er afar slæmt þegar stjórnmálaflokkur veit ekki hvort
hann er að koma eða fara, eða hvert skal stefna. Enda aðal orsök
þess að sá sem þetta skrifar yfirgaf flokkinn eftir margra ára dvöl
þar. Og óttast nú mest að Framsókn stökkvi upp í vinstrivagninn
eftir kosningar, og framlengi líf króa síns. Hefur meiriháttar æfingu
af slíku í 12 ára hræðslubandalagi vinstrisinna í R-listanum í R.vík.
Með þeim afleiðingum að hann þurrkaðist út í síðustu borgarstjórn-
arkosningum. Enda flúði formaðurinn austur á land.
Festa þarf að komast í stjórnmálin á Íslandi með aðskildum tveim
póitískum blokkum. Til hægri og til vinstri. Miðjumoðið hjá Framsókn
er versti kosturinn! Skapar óvissu og glundroða í stjórnmálín.
HÆGRI GRÆNIR boða hins vegar SKÝRAR LÍNUR í íslenzk stjórn-
mál! Sem vert er að skoða! www.xg.is
![]() |
Hvorki of langt til hægri né vinstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:14 | Facebook
Athugasemdir
Mun ALDREI styðja flokk sem kom núverandi vinstristjórn til valda!
Svo míkið er víst!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.12.2012 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.