Auðvitað á lögreglan að vera öllum vopnum búin!
5.12.2012 | 00:34
Herlaust land verður a.m.k að hafa öfluga lögreglu. Bæði
öflugt fjölmennt varalið, vel vopnum búna víkingasveit, og
að sjálfsögðu aðgang að vopnum í lögreglubílum, eins og
yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra vill.
Þess utan á lögreglan að hafa víðtækar forvarnarheimildir.
Ísland eins og ÖLL önnur ríki þarf að setja á stofn leyni-
þjónustu, til að annast lágmarks innra-sem ytra öryggis
íslenzka lýðveldisins. Ekki síst það sem Ísland hefur ekki
komið sér upp her. En leyniþjónustur um heim allan hafa
komið í veg fyrir fjölda hryðjuverka ódæðismanna og
bjargað tugþúsunda mannslífa. Ekki síst fyrir alþjóðlega
SAMVINNU slíkra leyniþjónustustofnanna, sem Ísland illu
heilli á ekki yfir að ráða í dag.
Sérhvert ríki ber heillög skylda til að verja þegna viðkom-
andi ríkis frá innri-og utanaðkomandi vá.
Nægir peningar eru til að stórefla lögregluna á Íslandi,
svo og Landhelgisgæslu. Til þess þarf einfaldlega að gjör-
breyta forgangsröðun hinnar þjóðfjandasömu vinstristjórnar
í ríkisfjármálum.
Vítavert ábyrgðarleysi vinstrisinna í öryggis-og varnarmálum
þjóðarinnar VERÐUR að linna. Þjóðaröryggisins vegna!
Sem betur fer verða þingkosningar eftir örfáa mánuði!
www.xg.is
Vill að vopn séu í lögreglubílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.