Hægri grænir og X-D ólíkir í Evrópumálum.
6.2.2013 | 00:24
Hvað er að gerast hjá Sjálfstæðisflokknum? Í stefnudrögum
flokksins fyrir komandi Landsfund útilokar hann m.a ekki upp-
töku evru. Vita þeir ekki sem sömdu stefnudrögin að til þess
að taka upp evru verður Ísland fyrst að ganga í ESB? Þarna
hefur hinn sósíaldemókrataíski armur Sjálfstæðisflokksins
enn og aftur sýnt undirtökin í flokknum! Hefur þegar endur-
byggt brúna yfir til Samfylkingarinnar eftir kosningar, ekki síst
nú eftir formannsskiptin í Samfylkingunni. Er leynt og ljóst nú
stefnt að því að endurvekja Hrunstjórnina sálugu! Sem ALDREI
MÁ GERAST!!!!!
Gagnstætt Sjálfstæðisflokknum vilja HÆGRI GRÆNIR, flokkur
fólksins, halda í íslenskan gjaldmiðil. Skipta út krónunni fyrir hinn
forna íslenska ríkisdal, en binda gengi hans við Bandaríkjadal, sjá
nánar heimasíðu HG www.xg.is þar sem gengishöft, aflandskrónu-
vandi og verðtrygging verður leyst og afnumið samhliða.
Gagnstætt Sjálfstæðisflokknum vilja HÆGRI GRÆNIR, flokkur
fólksins segja upp Schengen-ruglinu þegar í stað! Er búið að stór-
skaða alla löggæslu og landamæraeftirlit, auk þess að valda miklum
kostnaði. - En báðar eyþjóðirnar Bretar og Írar hafna Schengen
sem eyþjóðir þrátt fyrir ESB-aðild. En sósíaldemókratarnir í Sjálf-
stæðisflokknum ráða för enda Schengen mikilvægur áfangi að ESB-
aðild.
Gagnstætt Sjálfstæðisflokknum vilja HÆGRI GRÆNIR, flokkur
fólksins, taka EES-samninginn til endurskoðunar með því mark-
miði að taka upp tvíhliða eðlilegan viðskiptasamning við ESB, sbr.
SVISS. En EES hentar augljóslega alls ekki örþjóð eins og Íslend-
inga, sbr. bankahrun og ótal f.l dæmi. Þá vilja HG gera fríverslun
við BRIKS löndin og NAFTA ríkin.
Bara með þessari stuttri upptalningu sést að HÆGRI GRÆNIR,
flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ólíkir flokkar í Evrópu-
málum. Meðan hinn hættulegi sósíaldemókrataíski armur Sjálfstæðis-
flokksins hefur þar augljóslega allt of mikil áhrif og ítök, þá hafa hin
þjóðhollu íhaldsviðhorf verðskulduð áhrif í HÆGRI GRÆNUM, flokki
fólksins. Sbr. Icesave-málið!
Ánægjulegt er að nú gefast kjósendum RAUNVERULEGT VAL TIL
HÆGRI í komandi kosningum. HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins!
Sjá www.xg.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gagnstætt Sjálfstæðisflokknum vilja HÆGRI GRÆNIR, flokkur
fólksins, halda í íslenskan gjaldmiðil. Skipta út krónunni fyrir hinn
forna íslenska ríkisdal, en binda gengi hans við Bandaríkjadal, sjá
nánar heimasíðu HG www.xg.is þar sem gengishöft, aflandskrónu-
vandi og verðtrygging verður leyst og afnumið samhliða.
Ég sé nú ekki tilganginn með þ´vi að binda dalinn við dollara. Þá er hagræðið af myntskiptunum vandséð. Því það verður ekki hægt að halda uppi genginu gegn árás verkalýðsins
Halldór Jónsson, 7.2.2013 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.