Engar undanþágur í boði. Slítum viðræðunum ! STRAX!


   Í mjög góðri fréttaskýringu hér í Mbl. í gær kemur afar skýrt
fram að ENGAR UNDANÞÁGUR eru í boði ESB  varðandi sjárvar-
útvegsmál gagnvart Íslandi. Þess vegna á að hætta þessum
viðræðum um aðild Íslands þegar í stað!

   En það er sjálfsagt að sýna Brussel kurteisi eftir allt bjölluatið
þar. Ný ríkisstjórn sem allt bendir til að verði fullveldissinnuð og
andstæð aðild að  ESB, myndi þá skipta út öllum ESB-sinnunum
hans Össurar í svokallaðri samningarnefnd við ESB,  og skipa
hana fullveldissinnuðum fulltrúum. Það tæki slíka nefnd hámark
1-2 mánuði að kreista út  skýr svör hjá stækkunarstjóra ESB
varandi sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Svör sem væru 100% 
hagsmunum Íslands gjörsamlega óaðgengileg! Eins og vitað var
allan tímann!   Viðræðum þá slitið og málið dautt!

   Komandi þingkosningar verða því FULLVELDISKOSNINGAR.
Það sem afar HART verður sótt að ESB-sinnum og þeim engin
miskunn sýnd.  Hvorki í orði né á borði!

mbl.is Fást varanlegar undanþágur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir nokkrum dögum var Pétur Gunnlaugsson alfarið á móti samningum og var ekki að bíða eftir neinum slíkum, enda á móti aðild af pólitískum ástæðum. Færði hann mörg góð rök fyrir afstöðu sinni. ..

GB (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband