Stórfurðuleg stefna Lýðræðisvaktar í Evrópumálum!


   Stefna  Lýðræðisvakatarinnar  í  Evrópumálum  er vægast sagt
stórfurðuleg. ,, Lýðræðisvaktin  tekur  ekki afstöðu til aðildar að
ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu."

   Halló! Ætlar Lýðræðisvaktin að komast upp með það að taka
ekki afstöðu til eitt hatrammasta deilumáls lýðveldisins, aðild
Íslands að ESB?  Og dettur henni í hug að hún komist upp með
það í  komandi kosningum?

   Samt vill Lýðræðisvaktin ,,ljúka samningarviðræðunum við ESB".
Segir blá kalt ,,að þeim ber að ljúka". Halló aftur!. Er ekki hér mikið
ósamræmi á ferðinni? - Segist  ekki  taka  afstöðu til aðildar en vill
samt ljúka samningum um aðild. Samningum  um  hvað  á að ljúka 
þegar  engin  efnisleg  afstaða er sögð  tekin  til grunvallarþáttar
málsins?  Hverskonar ruglbrandari er hér á ferð? Er haldið að þjóðin
sé algjör andskotans fífl?

   Þess  utan  er  ekkert  vikið  einu  orði  að helstu  utanríkismálum
Íslands. Allra síst að öryggis-og varnarmálum og NATO. Nema að
tekið er undir villtustu drauma vinstrimanna ,,að Ísland sé herlaust
land. Herskyldu má aldrei í lög leiða".  Bla bla bla.  Þvílíkt bull"

   Hér sannast það enn og aftur að aldrei lofar góðu þegar ólík  sjónar-
mið mætast og úr verður  hinn óskiljanlegasti bræðingur.  Stjórnlaga-
ráð var besta dæmið um það.............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband