Jón Bjarna og Atli styðja áfram ESB-ríkisstjórnina sína.


   Enn og aftur sannast að EKKERT er að marka þá vinstrimenn,
sem í orði segjast mótfallnir ESB-aðild en gera allt annað í verki.
Nýjasta dæmið eru þeir félagar Jón Bjarnason og Atli Gíslason
fyrrv. þingmenn Vinstri grænna. Í gær fengu þeir gullið tækifæri
til að sýna ESB-andstöðu sína Í VERKI með því að styðja van-
traust á núverandi  ríkisstjórn sem berst  fyrir  ESB-aðild. Það
GERÐU ÞEIR EKKI!  Jón Bjarnason  sat  hjá með fáránlegar af-
sakanir, og raggeitin  Atli  Gísla  lét  ekki  sjá  sig með fjarveru
sinni.

   Þarna hefðu þeir félagar geta sýnt heilindin sín í Evrópumálum
á tvennan hátt. Lýst frati á hina ESB-væddu stjórnarskrá  sem
ESB-trúboðið vill koma í gegn, og andstöðu við sjálfa ESB-ríkis-
stjórnina. Hvorugt gerðu þeir!

   Hér hefur margsinnis verið haldið fram að vinstrimönnum   sé
alls ekki  treystandi  fyrir  horn  í  fullveldis-og þjóðfrelsismálum.
Vinstri grænir eru besta dæmið um það í dag og núverandi vinstri-
stjórn. En nú á enn að reyna að blekkja kjósendur. Nú á enn að
reyna að dulbúast ESB-andstöðuklæðum. Svokallaður Regnbogi
sem þeir félagar eru bendlaðir við og einhver Alþýðufylking ráð-
viltra  róktæklinga  á  nú  að  reyna að prufukeyra til að blekkja
kjósendur enn einu sinni í fullveldis og þjóðfrelsismálum. Hvorugt
mun takast af þeirri einfaldri ástæðu að vinstrimennskan öll 
byggir á alþjóðlegri ÖFGAHYGGJU sem ÆTÍÐ er andstæð þjóð-
legum viðhorfum og gildum.

   Svo einfalt er það nú! 
 


mbl.is Tillaga um vantraust felld á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband