Þörfin á sterkum þjóðhollum hægriflokki augljós!
31.10.2013 | 00:30
Þörfin á sterkum þjóðhollum stjórnmálaflokki til hægri
er aldrei augljósari en nú. Því Sjálfstæðisflokkurinn hefur
bersýnilega glatað öllum trúverðugleika sínum til að vera
slíkt pólitískt afl eins og hann var lungann af síðustu öld.
Það sýna skoðanakannanir og ekki síst kosningaúrslitin
s.l vor. Enda eiga sósíaldemókratar innan Sjálfstæðisflokk-
sins þar margar og mikilvægar vistarverur.
Í þessu sambandi reikar hugurinn til Íhaldsflokksins gamla
á fyrri hluta síðustu aldar. Tími á slíkan alvöru hægrisinnaðan
flokk er fyrir löngu kominn. Ekki hvað síst með tilliti til hvaða
þróun er að eiga sér stað til hægri í Evrópu í dag, og þá upp-
lausn og rótleysi sem einkennt hefur íslenskt samfélag nú um
langt skeið. Þar sem allskyns vinstriöfl og anarkistar vaða
uppi, sbr. vinstristjórnin sáluga, sú fyrsta ultra vinstristjórn
frá upphafi á Íslandi. Allt vegna veikrar stöðu á hægri kanti
íslenskra stjórnmála, sérstaklega með og eftir hrun þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn í samstarfi við sósíaldemókrata brást
þjóðinni algjörlega!
Þróunin til hægri í Evrópu gegn upplausn, spillingu og
ofurmiðstýringunni frá Brussel, er athyglisverð, og hlýtur
fyrr en seinna ná sterkri fótfestu einnig á Íslandi. Landi og
þjóð til heilla!
Sjálfstæðisflokkurinn með 28,6% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.