Stórsókn hægrisinnaða þjóðhyggjuflokka í Evrópu !
17.4.2014 | 11:41
Á meðan algjört tómarúm og ráðleysi ríkir á hægri kanti
íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sósíaldemókrataískri
upplausn, berst hver fréttin á fætur annarri af stórsigrum
hægrisinnaðra þjóðhyggjuflokka í Evrópu.
Nýjasta fréttin er af stórsókn Þjóðfylkingar Marine Le Pen,
en flokkur hennar nýtur nú 24% fylgi í aðdraganda kosninga
til Evrópuþingsins í Frakklandi, meðan Gaullistar eru með
22.5% og Sósíalistaflokkunin með 20.5%. En Le Pen vill
m.a taka frankann upp á ný og yfirgefa ESB. Þá segir franska
blaðið Le Figaro frá könnun í gær sem sýnir að Le Pen muni
keppa í síðari umferð við næstu forsetakosningar.
Frá Þýzkalandi berast svo fréttir frá hinum hægrisinnaða
íhaldsflokki WAHL Alternative , Valkostur fyrir Þýzkaland,
um að hann verði kosinn á Evrópuþingið, kominn með um 6%
atkvæða eða svipað fylgi og Græningjar og vinstriflokkurinn
Linke, en meira fylgi en Frjálsir demókratar. En WAHL er
mjög andsnúinn ESB og vill taka upp þýzka markið aftur.
Frá Bretlandi berast einnig góðar fréttir af hinum hægri-
sinnaða UKIP sem er mjög andstæður veru Breta í ESB.
Hann ýtti Íhaldsflokknum til hliðar í aukakosningum í febr.
í Wythenshave -kjördæmi, sem er mikið áfall fyrir Íhalds-
flokkinn.
Þannig má lengi telja um sigra hægrisinnaða þjóðhyggju-
flokka víðsvegar í Evrópu, s.s í Noregi, Danmörku, Svíþjóð,
Finnlandi, Austurríki , Þýzkalandi, o.s.frv. En sigrar þeirra
til Evrópuþingsins í vor yrði mikil ógn við Ofur-miðstýringuna,
spillinguna og yfirþjóðlegu valdahrokanna i Brussel.
Meðan öll þessi fer fram virðast íslensk stjórnmál gjösam-
lega utangátta við hina pólitísku þróun sem nú á sér stað í
Evrópu. Sósíaldemókrataískir Gnarristar með Píratísku ívafi
grassera sem aldrei fyrr, með viðeigandi upplausn og van-
máttarkennd við íslenska tilveru og framtíð. Ruglið er svo
magnað að áhrifaríkir fjölmiðlar matreiða enn eitt boðað
ESB-sinnaða sósíaldemókrataíska framboðið sem hægri-
sinnað afl, þótt allflestir sjá hversu fráleitt það er að bendla
hægriviðhorfum við stuðning við hið alræmda, ofur-miðstýrða
yfirþjóðlega Sovéska Brusselvald yfir þjóðum og einstaklingum.
Enda kemur nú allt andófið og andstaðan við hið Sovéska ESB-
bákn nær alfarið frá hægrisinnuðum þjóðhyggjuflokkum í
Evrópu í dag! Tilviljun?
Þess vegna er staðan í íslenskum stjórnmálum verulegt áhyggju-
efni meðan tómarúmið til hægri er jafn mikið og raun ber vitni.
Borgarstjórnarpólitíkin er þar besta dæmið, þegar eldheitur yfir-
lýstur sósíaldemókrataískur ESB-sinni er látinn leiða lista Sjálf-
stæðisflokksins. Enda hrynur fylgið af flokknum, trúverðugleiki
hans sem málsvara þjóðhollra borgarasinnaðra viðhorfa og gilda
er einfaldlega horfið.
Vonandi er samt ljósið handan við hornið og þróunin á hægri
kanti evrópskra stjórnmála innan seilingar í íslenskum stjórn-
málum. - Landi og þjóð til heilla!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Án þess að taka undir með neinum hugsanlegum öfgaöflum meðal þessara meginlands-hægriflokka er vel hægt að koma hér af stað framboði sem stæði vörð um kristin og borgaraleg gildi, fullveldi Íslands (gegn ESB-ásælni) og mið- jafnt sem hægri stefnu í efnahags- og réttlætismálum.
Fráleitt er samkrull sjálfstæðismanna í borgarstjórn við sósíaldemókratatísku öflin, þeirra sem vilja eyðileggja Reykjavíkurflugvöll og koma á endalausum hraðahindrunum og kostnaðarsömum þrengingum eins og við séum öll beizlislaus smábörn á ferð, þetta gengur ekki lengur.
Linkuleg frammistaða D-lista-manna gagnvart árásum gnarrista og annarra vinstri manna á kristindóm í skólum og leikskólum (þvert gegn skyldum sveitarfélaga skv. námsskrá í kristnum fræðum), á sama tíma og þeir sitja hjá þegar múslimasöfnuði er gefin bezta lóð í bænum án nokkurrar lagaheimildar, ætti að sýna mönnum, að hér vantar nýtt framboð. Hverjir eru með?
Jón Valur Jensson, 17.4.2014 kl. 15:03
Sammála félagi Jón Valur. Tek undir með þér, enda eins og þú
hef ég forðast alla kynþáttarhyggju, enda þessir evrópsku
hægrisinnuðu þjóðhyggjuflokkar fyrst og fremst ÞJÓÐFRELSISFLOKKAR gegn hinu Sovétska ESB. Þannig hafa þeir
á Evrópuvaktinni sagt frá hvernig Le Pen hafi gjörbreytt
Þjóðfylkingunni frá því að vera með kynþáttarfordóma í
það að vera þjóðfrelsisflokkur. Enda er þessi flokkur orðinn stærsti flokkur Frakklands skv skoðanakönnun.Hins vegar er flokkur eins og sá gríski dæmi um ögfasinnan kynþáttarflokk. Val fyrir Þýskaland er hins vegar flokkur þýskra kaupsýslumanna og annarra íhaldsmanna móti miðstýringunni í Brussel. Já er sammála þer um nauðsyn á
borgaralegum kristnun þjóðhollum flokki Jón Valur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2014 kl. 15:32
Það er gott að lesa þetta frá þér, Guðmundur Jónas, þakka þér!
Jón Valur Jensson, 17.4.2014 kl. 16:34
Góðir pistlar hjá ykkur, vandamálið allstaðar er þetta miðjumoð með vinstri slagsíðu sem tröllríður öllu, Sódóma Reykjavík er gott dæmi um það, það vantar alvöru hægri og alvöru vinstri sem takast á um hlutina með því að fara í boltann en ekki manninn, um miðjuliðið þýðir ekkert að fást því það best fyrir alla að koma helst ekki nálægt því.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 18:54
Hárrétt Kristján!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2014 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.