Til hamingju Evrópa !


    Vert er að óska þjóðum innan ESB til hamingju með glæsilegan
kosningasigur þjóðfrelsisflokka til Evrópuþingsins. -  En þetta er
eitt mesta pólitíska áfall fyrir ESB frá upphafi þess, og ekki skrítið
að  hinn  sósíalíski  forsætisráðherra  Frakklands  kallar  úrslitin
,,pólitískan  jarðskjálfta".

   Ljóst er að ESB-hugsjónin gengur ekki upp! Ekki frekar en Sovét-
hugsjónin.  OFUR-MIÐSTÝRINGIN og YFIRÞJÓÐLEGT VALDBOР
yfir þjóðum og einstaklingum var hafnað. Nákvæmlega eins  og
gerðist innan Sovétríkjanna.  Enda eru það hinn sönnu borgara-
legu frelsisöfl til hægri sem leiða nú baráttuna og átökin  gegn 
hinu gjörspillta Sovéska  valdboði í Brussel. 

   Áhrifa úrslitanna í Evrópu og þróunin sem þar á sér stað hlýtur
að hafa sterki áhrif á Íslandi.  Staða ESB-trúboðsins á Íslandi
mun veikjast verulega í kjölfarið, og áhuginn á deyjandi spilltu
Evrópusambandi sömuleiðis.

   Hin jákvæða pólitíska þróun í Evrópu hlýtur senn að berast að
ströndum Íslands. Hin sönnu borgaralegu frelsisöfl munu senn
fá hér byr undir seglin.  Í stað sósíaldemókrataísks miðjuboðs
og píratískrar anarkisma! 

mbl.is „Pólitískur jarðskjálfti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband