Fréttastofa RÚV heldur undirbúningsfund ,,Viðreisnar"
11.6.2014 | 22:20
Sem kunnugt er þá stefna nokkrir sósíaldemókrataískir
hópar að stofnun enn fleiri sósíaldemókrataískra flokka á
Íslandi. Svo virðist að hin sósíaldemókrataíska fréttastofa
RÚV hafi alveg sérstakan áhuga á stofnun þessa sósíal-
demókrataíska flokks. Sem er jú dálitið skondið því fyrir
eru tveir hreinir ESB-sinnaðir sósíaldemókrataískir flokkar,
Samfylkingin og útibú hennar Björt framtíð. Og ekki hafði
þessi sama fréttastofa neinn áhuga á stofnun nýrra fram-
boða utan Fjórflokksins fyrir síðustu þingkosningar!
ALGJÖR ÞÖGGUN ÞÁ!
Þannig skýrir hin sósíaldemókrataíska fréttastofa RÚV nú
ekki bara frá undirbúningsfundi þessara hópa sósíaldemókrata í
síðdegis-og kvöldfréttum sínum, heldur getur hinn sósíaldemó-
krataíski Spegill hennar líka frá þessum ,,stórmerka" undir-
búningsfundi, undir vinnuheitinu ,,Viðreisn" en sem kunnugt er
bar ríkisstjórn sósíaldemókrataískra afla úr Alþýðuflokki og
Sjálfstæðisflokki þetta nafn 1959-1971.
Mesti brandarinn kringum þetta allt er sú tilraun ESB-trúboðsins
á Íslandi með dyggum stuðningi fréttastofu RÚV, að reyna að láta
líta svo út, að þessi nýja ,Viðreisn" sé með borgaralega rætur og
eigi að höfða til hægrisinnaðra kjósenda. - Því hvernig í ósköp-
unum geta pólitísk viðhorf sem vilja OFURMIÐSTÝRINGU yfir
þjóðum og einstaklingum grundvallað á YFIRÞJÓÐLEGU ALLS-
HERJARVALDI sbr. Brussel-valdið, samrýmst grunnstoðum hug-
myndarfræði hægrimanna um einstaklingsfrelsi og þjóðfrelsi?
Enda kemur nú nær allt andófið gegn hinu Sovéska Brusselvaldi
frá sönnum hægriflokkum innan ESB í dag, sbr. nýafstaðnar Evrópu-
þingskosningar.
Látum vera blekkingaleik ESB-trúboðsins til að rugla kjósendur,
en að ESB-sósíaldemókrataískir fréttamenn á fréttastofa RÚV
fái enn að leika lausum hala í pólitískri misnotkun á fréttastofu-
unni er með öllu óásættanlegt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2014 kl. 08:09 | Facebook
Athugasemdir
Það stefnir þá í að "eins máls flokkarnir" verði TVEIR í Íslenskri pólitík. LANDRÁÐAFYLKINGIN og Björt Framtíð fá samkeppni um Evrópufylgið...
Jóhann Elíasson, 11.6.2014 kl. 22:42
Jú stefnir í það Jóhann!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.6.2014 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.