Stjórnarandstaðan og hluti Sjálfstæðisflokksins brugðust.



     Nú liggur ljóst fyrir að ákvæðið um þjóðareign á auðlindum
Íslands fer ekki inn í stjórnarskrá á þessu þingi. Til þes skorti
þingmeirihluta. Stjórnaranstaðan og hluti Sjálfstæðisflokksins
voru á móti ákvæðinu.

   Það var því ekkert annað í stöðunni en að fresta málinu. Mbl
skammast út í báða stjórnarflokkanna í dag að hafa ekki keyrt
málið í gegn. Í Reykjavíkurbréfi Mbl s.l sunnudag viðurkennir
hins vegar Mbl. það  að viss öfl innan Sjálfstæðisflokksins væru
mótfallin því að innleiða þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá.
Mbl áréttar svo  þetta enn í leiðara í dag. Sú andstaða leyndi
sér ekki meðal sumra þingmanna Sjálfstæðisflokksins.   Þess
vegna er það út í hött  hjá Mbl. að skammast út í Framsóknar-
flokkinn í þessu máli. Hann virðist einn flokka  heill í þessu máli.
Stjórnarandstaðan og hluti Sjálfstæðisflokksins skorti hins vegar
vilja að klára málið fyrir þinglok. Þingmeirihluti var EKKI fyrir
hendi í málinu. Það er niðurstaða þessa máls.  Og sú niðurstaða
er vond, eins og yfirskrift leiðara Mbl hljóðaði í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég er með þá samsæriskenningu að Geir hafi nú átt sinn þátt í að þetta endaði svona, jafnvel stóran.

Ragnar Bjarnason, 16.3.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sjálfstæðismenn voru alls ekki heilir í þessu máli.  Sammála!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.3.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband