Mótmæli anarkista og róttæklinga !


   Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í
dag. Enginn virðist þó vita með vissu hverju sé
verið að mótmæla í alvöru, og því síður hvað eigi
að koma í staðin fyrir því óljósa sem á að mótmæla.

  Ljóst er þó að svona innantóm mótmæli eru skóla-
bókardæmi um fyrri tíðar mótmæla anarkista og 
vinstrisinnaðra róttæklina, einkum á tímum gömlu
afdönkuðu bolsanna, fyrir rúmri  heilli öld. Sem
hvergi njóta hljómgrunns í dag nema þá helst hér á
Íslandi.Landi þar sem allar hagtölur eru hvað já-
kvæðastar um þessar mundir. 

  Já hvergi á byggðu bóli er í dag boðað til mótmæla
undir yfirskriftinni BYLTING og UPPREISN gegn rík-
jandi þjóðskipulagi, og að rétt kjörinn ríkisstjórn
SKILI LYKLUNUM !  Í öllum vestrænum siðmenntuðum 
ríkjum yrði slíkum öfgahópum einfaldlega bönnuð slík
mótmæli með svona ögrandi  valdaránsyfirlýsingum.

  Áhyggjuefni er þó hversu þessi róttækni og öfga-
hyggja virðist vera að ná hljómgrunni á vinstri
kanti íslenskra stjórnmála. Sem gengur út á að skapa
sem mestan glundroða og upplausn í þjóðfélaginu.
Þvert á þrónunina t.d í Evrópu þar sem ábyrg þjóð-
hyggjuöfl eru í mikilli sókn.

  Gegn þessari vinstrisinnaðri öfgahyggju, róttækni
og hreinlegum anarkisma, verður að að fara að bregðast
á viðeigandi hátt ! 

  Þar hafa þjóðhyggjuöflin á Íslandi augljóslega
verk að vinna !  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vinstri hjörðin ætlar að mótmæla því að ríkisstjórnin hefur náð meiri árangri, í því að rétta hag heimilanna á þeim tveimur árum sem hún hefur starfað heldur en fyrri ríkisstjórn náði á öllu kjörtímabilinu.  Það þarf að sjálfsögðu að koma þeirri ríkisstjórn frá sem sýnir fram á það að með því að "mergsjúga" ekki almenning sé hægt að hafa það mun betra....

Jóhann Elíasson, 26.5.2015 kl. 14:47

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvar var þetta öskrandi vinstralið þegar vinstristjórnin ætlaði
að láta okkur almúgann greiða Icesave-skuldadrápsklafann Jóhann.
Þá sá þetta aumingjalið ekki!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.5.2015 kl. 14:51

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

,,Þá sást þetta aumingjalið hvergi".

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.5.2015 kl. 14:52

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rétt hjá þér.  Það vita það allir, sem vilja, að þessi mótmæli eru runnin undan rifjum "vinstri elítunnar", sem lítur ekki glaðan dag fyrr en hér er komin vinstri stjórn aftur til að fremja sín hryðjuverk á landi og þjóð........

Jóhann Elíasson, 26.5.2015 kl. 14:59

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Samfíostanir vilja augljóslega ná völdum Jóhann hvað sem það
kostar, sbr. hreint valdarán. Og eru augljóslega studdir í því
af vogunarsjóðunum og Brussel-valdinu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.5.2015 kl. 15:19

6 identicon

Sælir: gömlu góðu samherjar - Guðmundur Jónas og Jóhann / sem og aðrir gestir Guðmundar síðuhafa !

Hvernig í ósköpunum: lesið þið það í línur aðgerðanna fyrirhugðu, kl. 17:00 síðdegis, að þarna eigi EINUNGIS vinstri menn og Anark istar hlut að máli, piltar ?

Ungt fólk - sem eldra og roskið, á margt hvert ekki, fyrir málungi matar / út hvern líðandi mánuð ársins !

Um 1970 - 1980: á uppvaxtarárum mínum, kom þó fyrir, að láglauna fólk jafnvel:: gat haft nóg að bíta og brenna / en í dag duga 2 - 3 eða fleirri störf því ekki til, sökum ÓHÓFS OKURS Banka Mafíu- og stigmögnun beinna og óbeinna skattanna, af hálfu hins ÓNÝTA stjórnmála liðs, á alþingi, t.d.

Þið getið ekki - heimfært þjóðfélagsólguna, upp á vinstri mennzkuna hina síleiðinlegu:: reyndar, fremur en Anarkismann, svo miklu meira býr að baki, sbr. sjálftaka ýmissa auðlindaræningja hérlendra.

Jú: jú, SLÖMM og ANDSTYGGÐ Jóhönnu og Steingríms J. tímans (2009 - 2013) var hreinasta Helvíti við að búa, svo sannarlega - en ekki tók betra við, með Skoffínunum Sigmundi Davíð og Bjarna (2013 - ?), gömlu góðu félagar.

Einn: hinna meintu Þjóðhyggjumanna þinna, Guðmundur Jónas, er víst Illugi nokkur Gunnarsson, fyrrum Sjóðs 9 preláti, hjá Glitni forðum - sem tók sér það Bessaleyfi á dögunum, að MÓÐGA Feneyinga og Ítali ALLA:: með því að verðlauna : Sverri Agnarsson  / Godd (Guðmund Odd Magnússon), auk annarra fylgifiska Múhameðs ÓVÆR UNNAR, með Tuga Milljóna Króna framlagi til FÍFLAGANGS þeirra, suður á Ítalíu á dögunum.

Finnst ykkur ekkert að þessu - gömlu góðu samherjar mínir ?

Sigurður Ingi Jóhannsson: piltungi lítt gefinn, ofan út Ytri- Hrepp, (Hrunamannahreppi), hefir tekið svo miklu ástfóstri við einhvern mesta RÁNFSIK veraldar. sem nú sveimar hér í Norðuhöfum, þ.e.a.s. Makríl fjandann, að Trillu- og smábátasjómönnum víðs vegar um landið, skal meinaður réttmætur aðgangur, að þeim fisk skratta, meira að segja.

Eruð þið ekki bara nokkuð stoltir: Guðmundur Jónas og Jóhann Stýrimaður, af Selskapnum við þessa núverandi stjórnarráðs liða ?

Nei piltar. Tími til kominn: að stinga við stafni hér - og að fólk þurfi að leita sér viðurværis í öskutunnum og sorpgámum, sökum harðýðgi og frekju ofurgráðugra samlanda - SEM ÆTTI AÐ REKA ÚR LANDI TAFARLAUST, ásamt hinum Múhameðsku vinum sínum !!!

Með beztu Falangista kveðjum samt - af Suðurlandi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.5.2015 kl. 15:48

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar. Er líka á facebook og þar tjái ég mig aðallega um mína
pólitík. Vísa tl hennar og móttmæli harðlega að ég sé einhver
sérstakur stuðningsmaður núverandi stjórnarflokka, og gagnrýndi
Illuga harðlega í moskumálinu. 

Fátækt á Íslandi skrifast fyrst og fremst á sósíaldemókaratisma
Fjórflokksins. Kolvitlausa forgangsröðun og hversu illa Ísland er
stjórnað og hversu stjórnmálin eru úti á túni þegar Píratar,
anarkistar eru farnir að skora hæst. Svar mitt er því ÞJÓÐHYGGJAN!
Hana skortir mjög í okkar pólitík og hana þarf að stórefla.


Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.5.2015 kl. 16:02

8 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Guðmundur Jónas !

Ég aftur á móti - er EKKI á Fésisbók (Facebook), og þekki því ekki til innviða þar, Guðmundur minn.

Vænt þykir mér um - að þú skulir ekki styðja forarvilpu núv. ráðamanna, aukinheldur.

Sennilega - verður fátækt á Íslandi ekki útrýmt með öllu, nema með velviljuðu útlendu fólki - og þar vísa ég sem oftar, til yfirtöku Kanadamanna og Rússa, á landi og miðum, fornvinur góður.

Annarrs - allt frá Landnámstímanum:: 670 - 870 / og síðan, hafa Íslendingar sannað það algjörlega, að geta ekki haft nokkra almennilega sjálfstjórn sinna mála - því miður.

Undanskil: hina vel meinandi Utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar (1942 - 1944), á meðan næðis naut, frá óþurftarmönnum alþingis. 

Því - hafa innlend græðgisöfl, allar götur frá 1918/1944 og síðan, haft frítt spil, til þess að níðast á samlöndum, sem höllum fæti standa / og staðið hafa.

Með - ekki síðri kveðjum, en þeim fyrri og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.5.2015 kl. 16:15

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jú jú, það er e.t.v. rétt hjá ykkur. Það vottar bara fyrir óánægju á meðal vondu vinstrimannanna.
Enda allt í húrrandi hamingju hjá góðu hægrimönnunum, sem sýnir sig best í fylgi Sjálfsóknarflokkanna, sem er í sögulegu lágmarki.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.5.2015 kl. 16:36

10 identicon

Þú ert allt of stjórnlyndur fyrir minn smekk.  Hví mega frjálsir menn í frjálsu landi ekki safnast saman?  

Hilmar (IP-tala skráð) 26.5.2015 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband