Samfylkingin vill opna fiskveiðalögsöguna útlendingum!


         
   Samfylkingin vill að Ísland gerist aðili að Evrópu-
sambandinu.  Við slíka aðild hverfa allar hömlur á
því að fiskveiðiaðilar innan sambandsins geti eign-
ast íslenzkar útgerðir og þar með kvóta þeirra.
Þar með er Samfylkingin að segja að hún sé tilbúin
til að galopna íslenzka fiskveiðilögsögu fyrir útlend-
ingum. - Best að orða hlutina réttum nöfnum!

   Í dag er íslenzkur sjávarútvegur algjörlega undan-
þegin sjávarútvegsstefnu ESB. Þess vegna geta
Íslendingar í dag bannað erl.aðilum að eignast
meirihluta í íslenzkum útgerðum. Við aðild að ESB
gjörbreytist þetta og þá fá ESB-borgarar sömu
réttindi og íslenzkir að fjárfesta í íslenzkum sjávar-
útvegsfyrirtækjum. Þannig gætu t.d Spanverjar
eignast meirihluta í Granda, og látið togara þess
landa aflanum af Íslandsmiðum á Spáni án við-
komu í íslenzkri höfn. Virðisaukinn af slíkum afla
hyrfi úr landi og launatekjur við að verka hann
erlendis.  Þetta hefur verið kallað kvótahopp og
er velþekkt innan ESB. Sérstaklega á Bretlands-
eyjum þar sem breskur sjávarútvgur hefur nánast
verið lagður í rúst af þessum sökum.

    Íslenzk fiskimið eru þau auðugustu í heima og
okkar dýrmætasta auðlind. Samfylkingin er til-
búin að fórna henni fyrir aðild að ESB auk fjöl-
margra annara hagsmuna.  Mikilvægt að kjós-
endur séu vel upplýstir um þessi áform Sam-
fylkingarinnar............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvergi heyrt að Samfylkingin vilji opna fiskveiðilögsöguna. Hef hinsvegar heyrt að Samfylkingin vilji kanna hvaða kjörum væri hægt að ná við hugsanlega inngöngu. En um leið sagt að ef samningar um sérstöðu Íslands tækjust ekki þá væri samningum sjálf hætt. Það væri náttúrulega ekki gerðir neinir samningar ef að menn settust ekki niður og könnuðu samningsgrundvöll.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þrátt fyrir allt þetta hjal Samfylkingarinnar um Evrópumál, er Framsókn eini flokkurinn sem hefur mótað skýra handfasta stefnu um málið með því að setja fram samningsmarkmið. Þetta er munurinn á S og B, S vill fara eftir skoðanakönnunum en B finnur leiðir til lausna á brýnum málum sem liggja fyrir.

Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 00:47

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú en Guðmundur er á því að það að tala við ESB sé í raun að opna á aðgang útlendinga þannig að Guðmundur verður þá að skipta um flokk. Framsókn er líka að skoða samningaviðræður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.4.2007 kl. 00:53

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Lestu skrif mín aftur. Er bara að benda á hvað VERÐUR um  okkar fiskimið ef við göngum í ESB. Þá eru ÖLLUM þegnum ESB leyft að kaupa sig innn í íslenzkar útgerðir eins og íslenzkir ríkisborgarar hafa rétt á í dag. Um það er EKKERT hægt að semja, því þetta er einn af 4 helstu stoðum Rómarsáttmálans um fjórfrelsið.  Jú jú kannski getum við samið TÍMABUNDIÐ um einhver ,,formleg" yfirráð, en þetta sem
ég bendi á um hættuna á svokölluðu kvótahoppi sbr Bretland
verður EKKI hægt að komast hjá. Þannig Í RAUN eru þið kratar
eins og ég segi hér að leggja til að fiskveiðilögsaga okkar verði
opnuð útlendingum. Og það er svo merkilegt Magnús að
forysta ykkar eða,,helsti" ESB-spekingur ykkar Eirikur Bergmann
FORÐAST að ræða ÞETTA mál.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.4.2007 kl. 08:44

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur ég var að vitna í skrif þess næsta á undan mér hann sagði: "er Framsókn eini flokkurinn sem hefur mótað skýra handfasta stefnu um málið með því að setja fram samningsmarkmið." Þannig að framsókn er að hugsa um hvað þarf að hafa í huga í samningaviðræðum um inngöngu í ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.4.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband