Byrjað að fjara undan vinstrinu


    Allt bendir til að niðursveifla sé að hefjast hjá
vinstriflokkunum og að ríkisstjórnin haldi velli í
vor. Því það er nú einhvern veginn svo að þegar
til kastanna kemur er það buddan og skynsemin
sem ræður úrslitunum þegar fólk gerir kalt mat á
því hverjum sé best treystandi fyrir landsstjórn-
inni.

     Það sem einkennt hefur alla tíð vinstrimenn er
sundrungin innan þeirra og ólíkar áherslur. Þá sjá
allir  hversu ástandið væri skelfilegt í efnahags- og
velferðamálum ef sósíalistarnir í Vinstri-grænum
hefðu ráðið för. Í ríkiskassan vantaði þá fleiri hundruð
milljarða og tug-milljarða árlega ef einkavæðingin
og öll útrásin sem henni fylgdi hefði ekki orðið. 
Stórfeld kaupmáttarrýnun hefði orðið  í stað nær
60% kaupmáttaraukningar. Á síðasta áratug hafa
íslenzk hlutabréf í eigu lífeyrissjóðanna hækkað í
veðri um hvorki meir né minna en 300 milljarða
á verðlagi ársins 2006. Þetta kemur fram í athyglis-
verðri grein Illuga Gunnarssonar í Fréttablaðinu í dag.
Þar kemur einnig fram að eftir einkavæðingu bankanna
hafa verðmæti lífeyrissjóðanna í þeim hækkað um 170
milljarða frá 2002, sem þýðir stórbættan hag lífeyris-
þega í framtíðinni. Allt hefur þetta gerst undir farsælli
ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ekkert af
þessu hefði gerst undir vinstristjórn. - Vinstri-grænir
hefðu einfaldlega  stoppað það.  Á þessum augljósu
staðreyndum þurfa allir kjósendur að fara að átta sig á.

    Það er því ekki að undra að meirihluti kjósenda vilji
óbreytta ríkisstjórn áfram. Hún hefur sýnt það og sannað
að hún er traustsins verð.  Kjósendur er skynsamir þegar
til kastanna kemur, og munu því hafna vinstrimennskunni
12 maí n.k  eins og skoðanakannanir  benda nú til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband