Vítavert ábyrgðarleysti Steingríms J og VG í þjóðaröryggismálum.


   Steingrímur J. formaður Vinstri grænna, gerir
alvarlegar athugasemdir við samstarf Íslands
við Dani og Norðmenn í öryggis-og varnarmálum
á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í vikunni.
Þar með hafa Vinstri-grænir enn og aftur af-
hjúpað vítavert ábyrgðarleysi sitt í öryggis- og
varnarmálum íslenzku þjóðarinnar.

   Með þessari andstöðu Vinstri grænna við
aukið samstarf norrænu frændþjóðanna á N-
Atlantshafi eftir  brottför Bandaríkjahers frá
Íslandi, hljóta þeir sjálfkrafa að útiloka sig
varðandi ríkisstjórnarþátttöku um ókomna
framtíð.  Því hvaða ábyrgur stjórnmálaflokkur
getur átt samstarf við jafn óábyrgan flokk og
Vinstri-græna í jafn þýðingarmiklum málaflokki 
og þeim er varðar þjóðaröryggismál Íslands?

   Enn og aftur hafa Vinstri-grænir sannað
sína ótrúlegu miklu vinstrisinnuðu róttækni.
Jafnvel systurflokkur þeirra í norsku ríkis-
stjórninni er agndofa af undrun.  

   Hin óþjóðlega róttækni Vinstri-grænna er
engri takmörk sett!  Að vilja Ísland eitt ríkja
heims berskjaldað og varnarlaust er slíkt
virðingarleysi fyrir landi og þjóð, að slíkur
flokkur ætti ekki að mælast í skoðanakönn-
unum, hvað þá að hljóta kosningu á hið
virta íslenzka þjóðþing.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekki virðist íslenska þjóðinn vera sammála þér Guðmundur því ef marka má skoðanakannanir er VG að meira en tvöfalda fylgið sitt.  Það sem Steingrímur óttast með réttu er að við eigum eftir að gera samninga við Noreg varðandi fiskveiðar og ef þei er farnir að sjá um varnir landsins erum við veikari gagnvart þeim þegar kemur að slíkum samningum.

Jakob Falur Kristinsson, 27.4.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband