Hægri grænir móti viðskiptaþvingunum
17.8.2015 | 20:44
Mikil ólga er nú meðal aðila í sjávarútvegi
og fjölda annarra, vegna þátttöku Íslands í
viðskiptaþvingunum ESB gegn helstu við-
skipta- og vinaþjóð okkar, Rússum.
Alveg sérstaklega gremst mörgum og skilja
alls ekki þátttöku Íslands, þar sem Ísland
er utan ESB, og að íslenska þjóðarbúið mun
uppskera a.m.k tuttugu sinnum þyngri búsif-
jar en öll hin ríkin sem standa að þessum
vafasömu þvingunum. Engin þjóð verður fyrir
jafn alvarlegri lífskjaraskerðingu og Ís-
lendingar. Sem er jú gjörsamlega óásættan-
legt, hvernig sem á það er litið !
Sorglegast er þó að horfa upp á hversu
óundirbúin íslensk stjórnvöld voru gagnvart
afleðingum þessara þvingana. Bæði pólitísk
og efnahagslega. Utanríkisráðuneytið hefur
gjörsamlega brugðist í máli þessu, og sem
pólitískur ábyrgðaraðili ber utanríkisráð-
herra að víkja þegar í stað, vegna vítaverða
afglapa í starfi. Algjör vanræksla þar sem
gríðarlegir þjóðarhagsmunir eru í húfi, er
einfaldlega ekki hægt að líða! Þess vegna
ber utanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri
hans að víkja! Strax!
Athyglisverðast er þó að horfa upp á hvernig
stjórnmálin á Íslandi togast á þvers og kruss
í stórmáli þessu. Einkum hvernig ESB-sinnar
taka útþenslustefnu ESB í Evrópu fram yfir
borðliggjandi þjóðarhagsmuni Íslands, sem
minnir nöturlega á Icesave-undirlægjuháttinn.
Aðeins einn stjórnmálaflokkur virðist hafa
haft djörfung og dug að mótmæla og álykta
meðvirknisþátttöku Íslands gegn sjálfu sér!
HÆGRI GRÆNIR! Sem segir jú margt átakanlegt
um íslensk stjórnmál í dag!
![]() |
Markmiðið að samræma aðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.