Auglýsingabrella Vinstri grænna um kraftmikið samfélag.


   Á forsíðu Mbl. í dag er auglýsing frá Vinstri
Grænum  um að  þeir standi  fyrir  kröftugu
samfélagi. Það er ekki að furða þótt VG grípi
til slíkrar auglýsingabrellu, því allt það sem
VG hefur staðið fyrir fram til þessa hefur verið
ávísun á stöðnun og meiriháttar  kreppu.
  
  Á s.l árum hefur ríkisstjórnin staðið  fyrir mikilli
umbyltingu í íslenzku atvinnulífi, sem myndað
hefur stórkostlega verðmætasköpun í þjóðfélag-
inu. Maður hugsar til hryllings hvernig ástandið
væri t.d í velferðarmálum hefði þessi umbylting
ekki orðið. Svo vill til að Vinstri-grænir börðust
harðast gegn þessari jákvæðri þróun. Öll einka-
væðingin sem skilað hefur hundruði milljarða í
ríkissjóð voru VG á móti. Öll útrásin sem kom í
kjölfar hennar og hefur skapað meiriháttar
fjármuni í þjóðarbúið hefði því aldrei orðið ef
VG hefði ráðið för. Lífeyrissjóðir landsmanna
hafa notið gríðarlegs ávinnings af allri þessari
umbyltingu og þar með styrkt kjör ellilífeyris-
þega í framtíðinni. Þeir væru hokursjóðir í dag  
ef Vinstri-grænir hefu mátt ráða.  - Og svona má
lengi lengi telja.

    Þess vegna er mér það svo gjörsamlega hulin
ráðgáta fyrir hvað Vinstri-grænir eru að skora í
dag. Hvað er það í málflutningi VG sem höfðar
svona til fólks? Sjá ekki allir hinn púra sósíalisma
og forræðishyggju sem kristallast í allri hugmynda-
fræði VG? Nokkuð sem er löngu búið að afskrifa í
nútímalegu þjóðfélagi og er algjör tímaskekkja
nú í byrjun 21 aldar.  - 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband